Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 133
133
kallað, fyrst ég hafði gefið tilefnið og að eins beið svarsins,
sem ég sakir tilfallandi atvika fékk ekki fyr en næsta ár.
Til þess samt að hafa eitthvert gagn af boði þessu, þá
skrifaði ég kammerforseta, ríkisráðgjafa Möstiug og bað
hann að kenna mér táð. En hvorki gerði hann boð eftir
mér né sendi mér neitt svar. Þótti inér þetta því undar-
legra, sem Mösting svo mörgum sinnum áður hafði auð-
sýnt mér hina mestu huglátsemi og vinsemd. Seinna
varð ég þess áskynja hjá einum æðra embættismanni, sem
þá þegar var orðinn mér hollur í huga, að Mösting mundi
að öllum líkindum hafa talað við konung um þetta mál,
og fundið fljótt, sem og alkunnugt var, að það var síður
en ekki vel virt, að aðrir en Norðmenn tækju á móti
embættum í Noregi og ef til vill sízt að skapi, að nýtir
Islendingar gerðu það, enda var eftir ríkja skilnaðinn farið
að brydda í Noregi á megnum þjósti gegn hinni dönsku
stjórn. Mösting hefir þá að líkindum hugsað með sér,
að ef hann réði mér til að þiggja hina boðnu embættis-
stöðu, þá væri það konunginum þvert á móti skapi, en
ef hann réði mér frá því, þá gæti svo sýnzt sem þar í
væri fólgin eins konar óbeinlinis skuldbinding til að út-
vega mér annað embætti, sem ekki væri tekjuminna né
sæmdarminna en hitt; mundi því í alla staði vera réttast
að bendla sig ekkí frekara við þetta mál, enda hefir hann
aldrei minzt á það við mig síðan. Ég svaraði þá Vogt
á þá leið, að högum mínum í Danmörku og Islandi væri
svo varið m. m. að ég sæi mér ekki fært að þiggja það
sem boðið var, svo mikils sem ég að öðru leyti hlyti að
meta það.')
*) Nokkuð líkt kom og fyrir einn nafnkunnan danskan mann F. P
J.Dalil (aldavin og mentahróður Arna Helgasonar), síðar yfirkennara
við Friðriksborgar lærða skóla. Honum var á sama hátt boðin kenn-
ara staða við liáskólann i Kristjauíu, einnig af Treschow, og þáði