Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 67
67
röndin hafi verið þar nálægt, enda er varla efi á, að þau
eru eldri en skeljalagið.
En sé farið uppeftir, [iá kemur annað í ljós; um lagamót-
in upp af skeljalaginu, eru, ef svo mætti að orði komast,
kapítulaskifti í myndunarsögu þessa staðar. Malarbergið ofan
á Skeljalaginu ber þess greinilegan vott, að nú hefur jökullinn
verið horfinn af þessum stað, — loftslagið hefur verið orðið
hlýrra — og þar sem áður var jökulbreiða, siðan brattir
jökulhamrar sem risu upp úr sjónum, hefur nú verið
stöðuvatn. Stöðuvatn þetta hefur að nokkru leyti náð
út yfir þar sem nú er Breiðifjörður, og eru það engar
smáræðis breytiugar, sem orðið hafa á landslagi síðan,
auk þeirra, sem koma af því, að dóleríthraunið og allt mó-
berg ofan á því, var enn í iðrum jarðar, þegar stöðuvatn-
ið kvikaði þarna fyrir vindi. Straumhörð á rann út í
vatnið og ruddi í það miklu af möl og sandi, (neðra
malarbergið, sem áður var getið um) unz vatnið hvarf af
þessum stað, en áin valt þar yfir, sem vatnið hafði stað-
ið, og hlóð þar grjóteyrar sínar (efra malarbergið). Fór
því fram um hríð.
Enn verða kapítuJaskifti. Jökullinn er nú bráðnað-
uð af stórum svæðum, ef til vill ekki meiri jökull á
landinu en nú, eða jafnvel minni, — ef hraun það, sem
um er að ræða, er jafngamalt doleríthraununum um mið-
byk landsins, en verið getur að það sé eldra. — Einhvers
staðar á landi uppi verður eldgos og hraunið leitar í ár-
farveginn og fyllir hann. Er það dóleríthraunið sem áð-
ur er nefnt.
Hraun þetta er með eldri dóleríthraunum á landinu;
það er runnið áður en Snæfellsnes var til í sinni núver-
andi mynd og getur varla vafasamt talist, að nokkur
hluti hraunsins hefur sokkið í sjáfardjúp og liggur nú á
botni Breiðafjarðar. En þó er þetta hraun engan veginn
»preglacialt«, runnið fyrir ísöld, því að það er yngra en