Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 8
8
lýtalaus. Hann gaf út þessi kvæði öll (nema hið siðasta
sem var í ljóðabókinni 1842) á árunum 1859—1885.
Eru öll þessi ljóð út af Arþúrssögnunum feyki mikið rit,
og skipt í 12 kviður.
Auk þessara kvæða gaf Tennvson ýmislegt annað
út á þessum árum. Voru það sumpart ljóðmæli: Enoch
Arden (1864), Ballads and other Poems (1880), þar sem
hið hrífandi kvæði »Rispah« finnst, sumpart leikrit, flest
sögulegs efnis, og skulu hérnefnd »Queen Mary« um
Blóð-Maríu, »Harold«, um Harald Guðinason, og »Becket«
um hinn heilaga Thómas af Kantaraborg. 1884 var
hann tekinn í aðalsmannatölu og gerður lávarður, og
nefndist nú Tennyson barún af Aldworth og Farringford.
Fjekk hann nú sæti í efri málstofunni, en lét lítið til sín
taka i stjórnmálum, enda var hann nú farinn að eldast.
Samt sást það ekki á skáldskapnum, því sum af beztu
ritum hans eru einmitt frá elliárunum, þrjú íræg kvæða-
söfn: »Teiresias and other Poems* (1885), »LocksIey Hall
sixty years after« (»Locksley Höll, 60 árum siðar,» fram-
hald af hinu fræga kvæði hans L. H. i kvæðasafninu 1842 —
kom út 1886) og »Demeter, and other Poems« (1890), sem
endar á hinu ágæta kvæði »Crossing the Bar« (»yfir blind-
skeriðt). Og 1892 kom leikritið »The Foresters«
(»Skógarmennirnir«), út af sögnunum um Robin Hood.
Allan þennan tima hafði frægð Tennyson’s farið dag-
vaxandi; ekkert enskt skáld, nema vinur hans Browning
einn, þótti standa honum jafnfætis; hann varð auðugur
maður af ritum sinum, og auðvitað slapp hann ekki við
ýms þau óþægindi, sem fylgja frægðinni i stórum lönd-
um. Hópar af fólki úr öllum heimsins átturn komu að
xjá hann, en það fengu fáir. Þúsundir brjefa voru hon-
um send, af fólki, er hann aldrei hafði kynnzt; hann var
þar spurður um hitt og þetta; flestum þessum brjefum
Ijet hann ósvarað, sumum svaraði hann greiðlega og vel,