Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 148
148
ið aldrei hugsað sér, að gerandi væri að koma skipun á
fátækramálefni hér á landi eftir dönskum högum og hátt-
um. I austrænu nefndinni var ekki heldur gert neitt
merkilegt. Þetta var nú í ársbyrjun. Um það leyti hafði
Jensen samið mjög ýtarlegt uppástunguskjal urn það, að
innleiða nýjan skattgjaldsmáta á Islandi, löggilda hið nýja
jarðamat og setja almennan fasteignarskatt í samband við
það; enn fremur að breyta takmörkum sýslanna og koma
á nýrri skipun lögsagnarumdæma eftir norskum hætti;
launa hinum nýju embættismönnum, sórenskrifurum og
fógetum af jaiðeignaskattinum, reiknuðum eftir hundruð-
um og alin, er greiða skyldi eftir verðlagsskrá m. m.
Þetta uppástunguskjal sá ég aldrei, en hugmyndin, sem
það bygðist á, var í fullri samkvæmni við það, sem árið
1800 var tilætlunin með því að láta jarðamat framfara í
landinu, og alveg eins og þáverandi kammerforseti, Revent-
low greifi helzt vildi hafa. Með uppástungu þessari hugð-
ist Jenseti að rétta við aftur álit sitt, og skýrði hann mér
nákvæmlega frá innih ildi skjalsins, þó ekki sæi ég það
sjálft. Stjórnarráðið lagði það undir álit Knuths greifa,
og var siður en svo, að það væri kurteislegt gagnvart svo
gömlum embættismanni sem Jensen var. Knuth félst ná-
lega í engu atriði á uppástungu þessa, og komum við
okkur saman um að skrifa álit okkar um það hvor í sínu
lagi, en hvorugur segði öðrum neitt fyr en við báðir vær-
um búnir. Hann dró á langinn með sitt álit sem mest
hann mátti, liklega eftir undirlögðu ráði við Wormskjold
og Moltke greifa, sem alls enga löngun höfðu til að fást
við þess konar málefni. Loksins var þá Knuth búinn
með sitt álit, en til stórrar gremju fyrir Jensen hafði hann
ritað einlæg innskot í uppástunguskjal hans og fylt það
skýringum og athugasemdum, en ekki sett fram sina skoð-
un í samfeldu máli. Þetta var nú lítils um vert í sjálfu
sér, en olli mikilli fáþykkju. Þegar ég var búinn með