Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 54
54
MeS 8líkum ljóma lystu þessir dagar,
Svo fagur var hinn fyrsti morgunroði.
2.
Ö töfraljós, þú fyrsti gullingeisli
Hins fyrsta dags á okkar ungu jörð;
Þú morguun allra morgna; hvílík unun
Að byrja tímann, byrja stund og dag,
Mánuð og árið! Upphaf heims og undra!
Á burt sér nóttin vatt í víðgeim himins,
Þar engin vera titrar, þjáist, tárast.
Og líkt sem Kaos Ijósið sjálft var afgrunn.
Guð birtist þá í stiltum kyrðar stórleik,
Augum sem ljómi, andanum sem vissa.
Frá hæð til hæðar, yfir láð og lög,
Á alla tinda út um heima víða
Brá opiuberun undra-geislum björtum.
Smámsaman veröld vex og öðlast lögun,
Og fyrstu myndir leiðast fram í ljós,
Frummyndir heimsins, furðulegast sambland,
Hálfpartiun hrikadýr og hálfpart englar,
Tröllverur ramar, risavaxnar, úfnar;
Og undir þeirra flokka fótum hörðum
Skalf jarðarinnar mikla móöurskaut
Hið ótæmandi; — en in helga-sköpun
Síns vegar eiunig sjálf fór nú að skapa
Af myrkri hvöt og bjó til býsnir margar.
Hún leiddi fram úr skógi, hafi, skyjum
Af kynjaverum geysimikinn grúa
Og s/ndi guði margvíslegar myndir,
Ókunnar fyr, sem umsteypt hefir síðan
Hin uppskerandi, sigðberandi Tíð.
Framtíðar viðir, valbjörk, steineik, bæki
Nú þegar greru, þrifust, spruttu, lifðu
1 grænum ríkdóm risastórra blaða.
Óhemju lífsfjör, magnað, meginþrungið
Lét móðurbrjóst á veröldinni svella