Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 97
97
sluili vaxa. A íslandi hafa menn ekki, ef ég fæ rétt séð,
hagað sér neitt sérlega rækilega eftir gamla boðorð-
inu; menn láta sér miklu meir en skyldi nægja það, sem
náttúran vill veita sjálfkrafa; menn láta sér nægja þær
plöntutegundir, sem sjálfvaxnar eru hér á landi, enda
þótt þær í raun réttri megi að surnu leyti nefnast illgresi.
Langi jörðina til að hlaupa í þýfí, og til þess langar hana
mjög oft, þá lofa menn henni það. Ég veit að visu að hér
er mikil hreyfing i þá stefnu, að slétta túnin, en ég hef
ekki getað sannfærzt um, að menn þar með hnekki
þúfnamynduninni; hana ætti einhverntima að gera að
náttúrufræðislegu rannsóknar efni; en ef menn ynnu að
jörðinni með plóg og herfi og sáðu í hana, þá mundi
þúfnamyndun naumast verða nefnd á nafn. Þar sem
jörð viil blása upp og fjúka burt, þar lofa menn henni
það, — og það gerir hún margvíða og á stórum svæð-
um; hún gerir það á Austurlandi, á Norðurlandi á Vest-
urlandi og á Suðurlandi. Það er ekki að eins rauðleita,
myldna jörðin, sem alstaðar kemur fyrir, — það er ekki
hún ein sem fýkur burt; sandurinn og leirinn gera það
líka og ekki sízt jarðbrunna askan. Fyrirbrigði þetta
virðist ekki stafa af þvi hvernig hinn fasti botn er, sem
jarðlagið hvilir á. Jarðfokið er mjög alment og hefir
eyðilagt feikna flæmi af íslandi. Svo sem dæmi til þess
hvað jörðin flyzt hratt, skal ég nefna eitt sem ég tók
eftir í einum af hinum frjóvsömu dölum íslands milli
Norðtungu og Húsafells; þar má á fjöldamörgum stöðum
sjá að jörðin hefir fokið á birkiskóginn og hlaðizt á
stofna og greinar runnanna i nokkurra feta hæð; nú fýk-
ur jörðin aftur burt og stofnar þeir og greinar, sem
áður vóru í kafi koma aftur i ljós í brekkunum sem af
blæs. Síðan ég hélt fyrri fyrirlesturinn hefir mér verið
sagt, að eigandi jarðarinnar Grímsstaða, sem ég þá mint-
ist á, sé einhver efnaðasti bóndinn i sinni sveit, þrátt
7