Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 94
04
aðar tegundir, sem honum er ætlað að lifa á. Nei, kind-
urnar geta skemt skóginn. Þær kippa úr vexti plantnanna,
svo þær verða eins og flatvaxið kjarr þangað til einhverj-
um frjóanga i miðjunni tekst að teygjast dálítið í hæðina,
og vex hann svo smámsaman þangað til hann verður að
runni eða tré. Það er mannsins, að eyðileggja náttúruna,
og svo reyndist hér. Hinir fyrri íslendingar hafa höggv-
ið í skógunum meir en hófi gegndi; það má sjá það á
hrisskógum þeim, sem nú eru; runnarnir verða því hærri
þvi lengra sem maður færist frá bænum, sem skógurinn
liggur undir. Um þetta er kindunum ekki eingöngu né
aðallega að kenna; orsökin er sú, að þegar höggvið er, þá
taka menn það sem er næst; þvi lengra sem menn verða að
sækja viðinn, því síður gera menn sig ánægða með smá-
vaxna hrísið. Annað þessu til sannindamerkis er það, að alL
ir hrisskógarnir myndast einvörðungu af stofnsprotum(stúf-
öngum), eftirgróðurs plöntum, sem vaxa út úr rótarstofni högg-
ins trés; það er hrein ræktunarmynd plöntunnar. llótarang-
arnir eru miklu ómegnugri og óhæfari en fræsprotnar plönt-
ur til þess að vaxa í hæðina og verða fagurlöguð tré;
aldur þeirra er og skemri. Eyðilegging skógarins er að
vísu, sjálf út af fyrir sig, mikið mein og tjón fyrir land-
ið. En miklu verri er þó afleiðing sú, er henni fylgir,
að því er jarðveginn snertir. Mig undraði stórutn, þegar
ég sá að jarðlag það, sem plöntugróðurinn ber, er eins
útlítandi alla leið frá Seyðisfirði til Reykjavíkur, alveg,
að því er virtist, áhrifalaust af því, hvort undirlagið er
stuðlaberg eða annað grjót, hraun, möl, sandur eða eld-
brunnin aska. Að minsta kosti hefir jarðlag þetta suma
eiginleika nákvæmlega eins á öllum stöðum; það er, að
kalla má, alveg grjótlaust; það er flnt sem mjöl og eftir
bráðabirgða prófun, sem M. Lund, lyfsali í Reykjavík, var
svo góður að gera, þá er í jörðinni furðulega mikið af
»organisku« efni(i7°/0 glæðingarrýrnun). Af þessum eigin-