Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 19
19
dýrðlegar vitranir um mikilleik hans, að hann samþykkir
ráðahaginn að lokum. Sendir nú Arþúr sinn ágætasta
riddara, Lancelot, að sækja brúðurina, er svo haldið dýrð-
legt brúðkaup og ríkja þau nú með fögnuði og miklum
sóma.
Nú er Arþúr kominn á hæsta stig hamingju sinnar,
allir kappar hans taka hann sjer til fyrirmyndar, þegnar
hans elska hann, hann ei giptur hinni fegurstu og gáf-
uðustu konu. Nú vill hann halda áfram og fnllkomna
starf sitt, »gera menn úr dýrum«, útbreiða sannindi
kristinnar trúar, vernda lítilmagna en hegna ofstopalýð,
breyta sinni hraustu og ómenntuðu skrælingjaþjóð í
menntaða, kristna menn og góða riddara.
Sögurnar er á eptir koma lýsa nú þvi hvernig allt
þetta strandar á mannlegum breiskleika hjá öllum þeim,
sem konungur treystir bezt.
í annari kviðunni, »Gareth og Lynette«, er sagt frá
fyrstu riddaraæfintýrum Gareths, systursonar konungs;
það er fjörug og skemmtileg riddarasaga, en Tennyson
skemmir hana með óeðlilegum líkingum og daufri lýs-
ingu á Lynette, sem Gareth á i ástmálum við.
Tvær næstu kviðurnar, »Brúðkaup Geraints« og
»Geraint og Eníd«, eru samanhangandi að efni til, og
segja frá samvistum Geraints riddara, ágætismanns, en
afbrýðissams, og konu hans Enidar.
Enn þá er allt glæsilegt við hirð konungs, en það
er farinn að komast upp óþægilegur kurr um það, að
drottningin hafi óleyfilega ást á Lancelot og hann á henni.
Kviður þessar eru fullar af glæsilegum lýsingum. Enidi,
sem verður að þola ótal skapraunir vegna hinnar ástæðu-
lausu afbrýðissemi manns síns, er ágætlega lýst; Geraint
er aptur á móti of klunnalegur til þess, að lesandanum
geti þótt vænt um hann eða skilið í því að Enidi þyki
það.
2*