Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 166
166
konferenzráð, bróðir bans, en að minna bar á brestunum
hjá honum, það kom af því, að hann var svo miklu minni
kappsmaður en þeir vóru').
Hinar fyrstu annir minar vóru nú að kippa því í lag,
sem í óreiðu var; kostaði það mig ósegjanlega mikla fyr-
irhöfn og langan tíma, með því að ég sjálfur varð að færa
bréfaskrá og bréfabók, því enga aðstoð gat ég fengið nema
af leiguskrifara við og við.
Þannig leið nú árið 1822 og má ég telja sérlega hepni
að hvorki ég né kona mín mistum heilsuna af því að
dvelja í þessu íbúðarhúsi á Stapa, sem var svo nauða lélegt
og í raun réttri alls ekki hæft til íbúðar. Það var þvi á-
form mitt vorið 1823 að setjast að á Brimilsvöllum í
SnæfellsnessýsJu, því kona min átti hálflenduna, og reisa
mér ibúðarhús, eins og þurfti, á þeirri jörð. En veturinn
áður hafði Moltke stiftamtmaður afráðið að fara til Kaup-
mannahafnar og lagði hann fast að mér að takast á hend-
ur að gegna embætti sinu meðan hann væri í burtu.
Höfðu einkum þeir Geir biskup Vídalín og Sig. landfógeti
Thorgrímsen áfýst hann að beiða mig þessa; bættist og
þar við, að um þær mundir var enginn embættismaður í
Reykjavik eða þar í grend, sem Moltke vildi trúa fyrir
embætti sínu og sízt vildi liann, eftir þvi sem ég skildi
á honum, trúa Bjarna Thórarensen fyrir þvt, sem verið
*) í bréfi til B. Th. 28 ág. 1814 fer M. St. sjálfur um lianu
þessum orðum: — „Hér er^enginn inulendur, sem fær er um að
vera stiftamtmaður eftir Castenskjold, — ekki Stefán Thórarensen—;
sama er um hróður minn; hann er fjölskyldumaður, lætur illa hú-
skapur, er því í skuldum og gjaldþrota. Nú er hann orðinn þung-
lyndur og umhreyttur, armæddur, eldist of fljótt, en að náttúru-
fari, svo ég segi yður það sem vini, er liann mjög mikið fyrir að
eiga náðugt (indolent) og hlifir sér við emhættisstörf. í slikri
stöðu mundi hann verða alveg útarmaður og öðrum háður, enda
i Viðey, ef stiftamtmaður fengi hana íyrir hústað.“ Þ.