Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 163
og var ófús að yfirgefa stöðu mína við sjókadetta skólann
fyr en ég væri búinn að halda fyrirlestra mína í þjóðrétt-
arfræði, þá var leyft með konungsúrskurði 19 nóv. 1820
samkvæmt meðmælum Sneedorfis, að ég mætti gegna emb-
ætti mínu við skóla þenna til 1 maí árið eftir. Sömu-
leiðis leyfði rentukammerið, að fullmektugs embætti það,
er ég hafði haft á hendi, mætti standa óveitt þangað til
ég færi að vorinu, og að éggegndi því (þangað til eins og
að undanförnu. Þessi ívilnun var svo frábær, að ég áð-
ur hafði alls ekki dirfzt að vonast eftir henni. Við þess-
ar ívilnanir bætti kansellíið einnig þeirri, að útvega mér
veitingu (13 jan. 1821) fyrir 150 rd. sem launaviðbót
fyrir sjálfan mig og fékk ég þannig í yfirréttinum jafn
mikil laun og ég áður hafði haft sem fullmektugur og
»auditör.«
I febrúarm. s. á. las ég upp í landbúnaðarfélaginu
sögulegt yfirlit yfir verzlun Færeyja og er það prentað í
riti Collins »For Historie og Stntistik 1822.« í þeirri rit-
gerð eru og að nokkru raktar ástæðurnar með og móti
því að Færeyjaverzlunin sé gefin laus. Fyrirlestrar mínir
við sjókadetta skólann eru að eins til í handriti, en alls
eigi til þess fallnir að þeir séu prentaðir sem kenslu-
bók.
Með póstskipi sama vetur kom fregn um andlát Stef-
áns Stephensens, amtmanns yfir vesturamtinu. Atburður
þessi varð á hentasta tíma fyrir mig, þvi hefði hann orð-
ið eftir að ég var farinn frá Kaupmannahöfn, þá ræður að
likindum, að ég hefði aldrei fengið það embætti, heldur í
fjarlægðinni verið látinn sitja á hakanum fyrir einhverjum
kammerjúnker eða »Auscultant*)« í rentukammerinu, því
*) Eiginl. áheyrandi; svo nefndust þeir, er í stjórnarráðunum
höfðu fengið stöðu sem byrjendur, til að kynna sér þar skrifstofu-
störfin og venjast við. Þ.
11*