Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 145
145
«mður« í rentukammerinu, eu ekki við nein ákveðin
tnál. Sú útnefning var gerð í því skyni, að gefa honum
meira álit hér á landi, svo að það gerði honum greiðara
að jaína misfellur þær, er á vóru orðnar fyrir laklegan
■embættisrekstur Castenskjolds.
Þegar greifinn var kominn aftur og ég hafði fengið
tækifæri til að kynna honum alla málavexti, þá varð hann
mér samdóma um það, að verðlagsskrárnar væru ekki
nægilega undirbúnar og að þær hefðu verið gerðar of
umfangsmiklar í ráðstöfunum þeim, er stóðu í sambandi
við tilskipunina. En eftir að búið var i kyrþey að bera
sig saman við Wormskjold, var þó látið við það sitja, sem
komið var, en afleiðingin varð sú, að Jensen misti enn
meira af áhrifavaldi sinu við framburð málanna, en min-
ar tillögur fóru að mega sín mjög mikils hjá Knuth greifa
og varð svo jafnan alla þá tíð sem hatin var »kommitt-
■éraður« i rentukammerinu. Góðvild og hylli greifans
var mér að öðru leyti mikilsverð og áríðandi í fleiru en
þessu, því um þessar mundir var velferð Sig. Thorgrím-
sens, æskuvinar vinar míns, í veði sakir óreglu hans og
sjóðþurðar, og heyrði það mál undir rentukammerið; það
var áðurnefnd hylli, sem gerði sitt til þess að hann varð
ekki settur frá. Castenskjold, sem þá var líka kominn
til Kaupmannahafnar, var hinn reiðasti við Thorgrimsen,
og var J.að þó aðallega ónýtt eftirlit af stiftamtmannsins
hálfu, sem orsök var í ógæfu hans. En það vildi til ham-
ingju í þessu máli, að Castenskjold hafði ekkert álit á
sér né mátti sín neins, eins og bezt sannast af þvi, að
hann, sem var stiftamtmaður yfir landinu og sjálfur nær-
staddur i Kaupmannahöfn, skyldi samt ekki komast í
verzlunarnefndina miklu 1816; því þó að Magnús Stephen-
sen kæmist ekki í hana svo sem heima-íslendingur, og
jþegar áður við málið riðinn, þá var það fyrir sig, og sízt
10