Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 25
25
konungi og ríkinu. Lancelot er flúinn tii Frakklands, en
konungur er að safna liði móti Mordred, sem nú hefur
notað tækifærið til að gera uppreisn. A leið sinni til
bardagans kemur konungur til klaustursins og finnur
Guinevere. Fundur þeirra er mjög hrífandi. Konungur
fyrirgefur henni alveg, en hann veit að hann á eigilangt
eptir og þau finna það bæði, að þau sjást þar í síðasta
skipti. Drottning verður síðar abbadis i kiaustrinu.
Síðasta kviðan er »Burtför Arþúrs«, og er hún fyrst
ort og rituð með dæmafáum krapti. Hjer sýnir Tenny-
son hvað mest hið óumræðilega vald sitt yfir málinu, og
er varla hugsanlegt að likja eptir honum í þýðingu svo
vel fari, því þó efnið sje mikilfenglegt verður flestur bún-
ingur lítilhæfur í samanburði við skrúðann sem Tennyson
hefur fært það i. Bardaginn stendur í fjallaþröng fram
við sjó, það er um gamlárskvöld, og þoka er yfir öllu,
svo enginn getur greint vin frá óvin, en samt er barizt
af mestu grimmd. Allir riddarar konungs falla kringum
hann; loksins stendur hann einn uppi með Bedivere, sem
hann liafði fyrstan manna slegið til riddara, særður til ó-
lífis af Mordred, sem hann hefur fellt. Konungur veit
nú að hann á að skilja við og biður Bedivere að kasta
út í vatn rjett þar hjá töfrasverði sínu, Excalíbúr; fer
Bedivere burt með sverðið, en tímir ekki að lóga slikum
dýrgrip, og skrökvar því að konungi, en hann finnur
skrök hans og sendir hann aptur. Fer nú á sömu leið og
sendir konungur hann í þriðja skipti, og hótar að drepa
hann, ef hann óhlýðnist. Kastar Bedivere þá sverðinu
og sjer upp koma úr vatninu handlegg, hjúpaðan í hvítt
silki, er grípur sverðið, sveiflar því þrisvar og hverfur.
Rjett á eptir sjer hann koma að landi bát með svartklædd-
um meyjum. Koma þar þrjár drottningar; voldugar dísir,
er verið höfðu við krýningu Arþúrs. Taka þær hann og
flytja burtu, og segir Arþúr er hann kveður Bedivere að