Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 98
98
fyrir jarðusla þann, er af sandfokinu stendur. Þetta kem-
ur lika vel heim við athugun þá er ég gerði, nefnilega,
að þar er það ekki ófrjór auðnar sandur, sem fýkur um,
eins og heima hjá oss, heldur frjóvsöm jörð með mikl-
um hæfileika til að næra plöntur, ef hún fengi að liggja
kyr.
Aðferð manna með að nota jörðina hér á landr
virðist mér ofmjög líkjast því, hvernig menn nota hafið,
eða kola- og málmanámur; menn halda áfram að taka án
þess að gefa. I öðrum löndum þykir mönnum til vinn-
andi að gefa jörðinni fulla uppbót fyrir það sem hún
lætur í té.
Mín skoðun er nú sú, eins og ég síðast gat um, a&
skógurinn geti gagnað Islandi. Hann á að veita túnun-
um skjól, svo að bóndinn geti unnið að jörðinni hættu-
laust fvrir því að vatn og vindur fari burt með jörð hans;
vera má reyndar að ekki verði hjá komizt að aðvinslan í
hvert skifti sé takmörkuð við reiti, þannig að það sem
milli reita liggur sé látið ósnert. þangað til það, sem bú-
ið var til ræktunar, er að fullu vaxið. Skógurinn á að
veita eldivið, þannig að áburðurinn verði ekki eldsneyti,
heldur gefinn jörðinni aftur. Eg trúi ekki öðru en að
aðvinsla jarðarinnar og fræðilega stunduð ræktun hennar
mnni verða til þess að auka kúahaldið langt fram yfir það
sem nú er. Eftir því sem mér var sagt á ferð minni,
hefir það fyrrum verið miklu meira á mörgum jörðum, og
get ég vel imyndað, mér að ein af orsökunum til þeirr-
ar afturfarar sé sú, að grasvöxtur og heyskapur hefir farið
þverrandi. Af auknu kúahaldi mun eflaust leiða hið sama og
hjá oss, sem sé, að mannlegur vinnukraftur verði arðmeiri..
Þegar til lengdar lætur, munu nýjar skógstöðvar einnig
koma sauðfjárræktinni að notum. Þegar skógi verður
komið upp í hlíðunum, þá verða þær víða grasi vaxnar,
af því að skógurinn skýlir og jörðin fær að liggja kyr>