Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 126
12«
ekkert prenta eftir mig, nema nokkrar smáritgerðir, sem
ekki vóru mikils virði, í »Kjöbenhavns Skilderie«. Þar á
móti safnaði ég talsverðu til ritgerða um réttarfar í
fornöld og um einvigi. En ekki varð frekara ágengt
með það, þvi skrifstofu- og handleiðslu störfin tóku upp
allan tíma minn, hin siðarnefndu vanalega 5—6 stundir á
degi hverjum.
Eins fljótt og mér hafði gengið að verða skrifari,
(»kopíisti«) eins seint virtist ætla að ganga með það að
ég yrði fullmektugur. Af þeim embættum losnaði
fátt og kæmi það fyrir, þá varð ég sakir aldursréttinda
annara að sitja á hakanum. Þegar liðin vóru 3 ár, var
ég loksins árið 1811 skipaður fullmektugur í skrifstofu
Aggershús-málanna. Sú skrifstofa var ein hin yfiigrips-
mesta þeirra, er undir rentukammerið heyrðu, og mest
þar að læra, því auk Aggershús-stiftis mála, að því leyti
sem þau lutu undir rentukammerið, þá vóru þar höfð til
meðferðar flest almenn mál, er Noreg snertu. Af því ég
nú, — og það með réttu — var álitinn miður hæfur til
endurskoðunar starfanna, sem mikil vóru í skrifstofu þess-
ari, þá var mér falin á hendur framsaga eða flutningur
málanna og afgreiðsla bréfanna, en auðvitað þó með eftir-
liti af hendi skrifstofustjórans. Að fá flutning málanna
í stjórnarráðunum, einkum í rentukammerinu, þótti þá
mikill heiður, enda var hann ekki öðrum í hendur feng-
inn en þeim ungum mönnum, sem treyst var til að flytja
vel málin, hvort heldur i ræðu eða riti. Skrifstofustjór-
inn var jústitsráð Bentzen, ágætismaður bæði að ráðvendni
og dugnaði í störfum. Vegleiðsla hans í skrifstofustörf-
unum var mér til ómetanlega mikils gagns. í skrifstof-
unni vóru að eins mjög færir menn og var öll umgengni
þeirra sín i milli hin bezta, hispurslaus, frjálsleg og alúð-
leg. Reikninga-úrskurðari var Hjort etatsráð, sérlega mann-
úðlegur maður, en heldur veikur fyrir, og stóð því tæpt