Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 194
Bréf frá R. Rask
til
Árna Helgasonar.
íspáhán þ. 24. Maj 1820.
Astkæri vinr!
Frá Ispahani þykir mér makligt að ég skrifi til Islands
fyrst vegna nafnsins sem er líkt jslands nafni og i annan stað af
þvi að aðrar fréttir nýari munu ecki komnar til Islands af Per-
salandi. Annars er ecki neitt fréttnæmt héðan að skrifa og í land-
inu sjálfu eckert að sjá nema laung og fallig skegg, og eckert að
læra nema túngumálið, sem ég er að höglast við eptir rnegni.
Það er undrunarvert livað Island er líkt Persalandi í útliti og
öllu háttarlagi, skóglaus fjöll, melar, sandar æðimiklir, graslaus
pláz, jarðhús heldr aum, opinherar byggíngar lieldr hrynjandi en
rísandi, vegir eins og náttúran hefir skapað þá, staðir eins og
þorp í öðrum löndum, strætin mjó og öll í bugðum, og húsin ecki
hærri enn i Reykjavik. Hitinn er nú orðinn nærri óþolandi, enn
allt að 1. dag maj þá ég náði atseturstaðnum Teheran var eg
nærri dauðr í kulda. Saltauðn 15 þíngmannaleiðir á leingd gerir
mikið að verkum til að breyta lopstlaginu hér, þar er eckert vatn,
eckert gras, en fylgðarmaðrinn sagði mér frá allskonar vættum
og óvenjum, sem þar gamna sér af þvi að týna ferðamönnum.
Ferðalagið hér er einnig mjög likt því enu íslenzka, einlægt er
riðit þó mest á ösnum og múlösnum og slæmum graðhestum eðr
hrossum; þar um segir hér svo:
Hart er að skeiða
um hauðrið leiða
stóðum stöðum á.
Sjálfr hefi ég allt að þessu feingið graðhest að riða,
en þénarinn hefir nokkrum sinnum orðið að ríða ösnum og
er það vel farið; þvi að hann er sjálfr a. Það er sá hinn
sami þýzki skraddari, sem var húshóndi minni Tiflis í (je-
orgiu, sem ég held ég hafi þér áður skrifað, svo að hér
sannast hið fornqveðna að lengi skal manninn reyna. Enn það
er til bótar að ég kem mér dáindis vel við lanzfólkið, svo að
hvör vill öðrum heldr verða til þess að þjóna mér, og hafa þrír