Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 125
»Lærde Tidender«) út aí hinni nýju biflíuþýðingu, sem
Thorkelin annaðist fyrir biflíufélagið enska.
Störf mín í jarðamats-skrifstofunni vóru þvi nær ein-
götigu hreinskriftir og önnur þess konar »maskinu«-vinna,
sem mér dauðleiddist. Ég sótti því um sýslana skifti og
þau vóru mér veitt; fluttist ég árið 1809 sem skriíari í
liina Þrándheimsku rentuskrifstofu. Henni stjórnaði í það
mund kammerráð Kahrs, sem var góður stærðfræðingur
og mannúðarmaður. Þar átti ég að hafa endurskoðun
reikninga á hendi, sem ég hef aldrei verið sérlega nátt-
úraður fyrir; en ég varð að sætta mig við aðvinna það
sem mér var fyrir sett. En með því að ég þegar undir
árslok 1807 hafði byrjað á handleiðslu undir embættis-
próf í lögum og fékk undireins góða aðsókn, þá leidd-
ist mér endurskoðunin ekki svo mjög; hana hafði ég eins
og í hjáverkum, en handleiðsluna stundaði ég sem aðal-
verk mitt. Til þess var ég neyddur, því laun mín, 2 jo
rd. á ári, urðu með öllu ónóg, vegna þess að verð áöllu
hækkaði á stríðsárunum, en peningar féllu í verði. Vel-
gerðamaður minn Lund hætti og að styrkja mig, sem
vonlegt var, þar sem ég hafði aflokið háskólanámi mínu
og mátti nú heita kominn í lífsstöðu. A þessu ári kornst
ég í innilegt vinfengi við Rasmus, Kristján Rask frá Fjóni
sem þá var stúdent, en síðar varð nafnfrægur háskóla-
kennari. I einhverju æskufjöri áformuðum við að þýða
Heimskringlu Snorra Sturlusonar á dönsku og byrjuðum
á sinurn kaflanum hvor, en urðum ekki allskostar ásáttir
urn orðfærið, en í því var hann mikill meistari og mér
margfalt fremri. Hann fór og skömmu síðar til íslands,
þar á eftir til Svíaríkis og víðar, eins og kunnugt er af
æfisögunni framan við safn-útgáfu rita hans. Annaðist
ég árum saman um fjármál hans í Kaupmannahöfn, og
hélzt okkar hjartanlega vinátta þangað til dauðinn kallaði
hann burt úr þessum heimi. Alt til þessa tíma lét ég