Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 106
106
Það mun fortakslaust sýna sig, að menn hafa eigi að eins
unun af trjánum, heldur einnig að eignin hækkar í verði
fyrir það að henni fylgir skógur; józku bændurnir sem
skóg eiga, þykjast ekki lítið af því; í félagslegu lífi þykir
það virðingar auki að vera skógareigandi. Oft þykir þeim svo
vænt um skóginn, að þeir tíma ekki að höggva f honum; það
er rangt og ég tek það hér fram, því það á einmitt að höggva
snemma og höggva duglega í islenzku skógunum, ef menn
að eins höggva á réttan hátt, því þess verður vel að gæta.
Yfir fé þvf, sem af hálfu þjóðfélagsstjórnarinnar er
veitt til eflingar málinu, á maður með sérþekkingu í skóg-
fræði að hafa ráðsmenskuna; milli hans og hennar þ{irf
því nauðsynlega að vera tiltrúar samband. En eigi ráðs-
menska sérþekkingarinnar að vera i réttu lagi, þá útheimtist
það, að hún hafi fasta stöðu. Ég þekki íslenzka pólitík
næsta litið, en hef þó veður af þvi, að ég muni ekki
slá á þjóðþekka strengi, þegar ég vek rnáls á, að embætti
séu stofnuð. Einmitt þess vegna segi ég það fyrirfram,
svo mér verði ekki eftirá ámælt fyrir að hafa þagað. Plönt-
unarmennirnirnir eiga að vera fast-skipaðir sýslunarmenn.
Ráðsmenskuna yfir skógræktinni verður að fela embættis-
manni. Yður er öllum kunnugt, að akuryrkjan í Dan-
mörku hefir tekið stórkostlegum framförum á seinni ár-
um; eitt meðalið til þessara framfara hafa verið hinir mörgu
ráðunautar (Konsulenter), sem leiðbeina akuryrkjumönnun-
um; þeir hafa ekki fasta stöðu og eru ekki á föstum laun-
um nema að nokkru leyti, en alt uu. það fellur mæta vel
á með ráðunautunum og hinum þjóðfélagslegu stjórnend-
um, og slikt hið sama með ráðunautunum og akurbænd-
unum. Það var þá ekki annað nær en að vér styrktum
skógyrkjuna, sem líka er í mestu framför, á sama hátt,
með ráðunautum, en allar tilraunir sem til þess hafa ver-
ið gerðar, hafa mishepnazt. Þeir, sem vinna i þjónustu