Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 4
i
sem nokkurt mál á til, kvæðaflokkinn »In Memoriam«
(Til minningar). Hann orti kvæði þessi smámsaman, og
mörg ár liðu milli þess hann orti fyrstu og seinustu kvæð-
in, en hann Ijet hvorki þessi kvæði nje nokkuð annað
eptir sig fara á prent heil i o ár. Hann var orðinn gram-
ur ritdómendum; einmitt rnargt það, sem þeir mest höfðu
fundið að, fann hann að var bezt hjá sjer. En hann orti
mikið á þessum árum, og kynntist ýmsum ágætum mönn-
um, þar á meðal hinum einkennilega og stórvitra sagn-
fræðing Thomas Carlyle. I brjefi rituðu í ágústmánuði
1844 til ameriska heimspekingsins Emerson’s, gefur Carlyle
skritna lýsing á Tennyson:
»Stundum heimsækir hann (d: Tennyson) mig nú
ekki, þá sjaldan hann kemur hingað til bæjarins — hann
kemur varla til nokkurs manns að heitið geti. Hann er
einmana og þunglyndur, eins og sumir gerast, og sú
höfuðskepna, er hann þrifst bezt í, er niðamyrkur — i
stuttu máli, hann flytur með sjer, hvert sem hann fer,
dálítið stykki úr kaos1, sem hann svo breytir í kosmos1 .
........... Hann er einhver hinn fríðasti maður, sem
hægt er að líta. Hárið er mikið, úfið og svart, augun
móleit, skínandi og hlæjandi, andlitið sem á erni, mjög
svo samanrekið og þó einkar smáfrítt; hörundsliturinn
grá-móleitur, nærri því eins og á Indverja. Hann lætur
fötin flaksast um sig, laust og liðugt, og stendur svo
innilega á sama um allt þess háttar; hann reykir ósköpin
öll af tóbaki. Röddin er málmrík söngrödd, vel löguð
fyrir háan hlátur og hljóðan nístandi grát og allt sem
þar á milli getur komizt. Hann talar mikið og hugsar
bæði mikið og frjálslega; seinustu tiu árin hef jeg ekki
1) grisk orð; k a 0 s þýðir ósköpnuður; óregluástand það
sem var áður en k o s m o s, o: hinn reglubundni, skapaði heimur,
varð til.