Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 23
23
i fljót er rennur fram hjá. Rjett í þessu sjest bátur
koma upp fljótið, mállaus dvergur er í honum, og þar
liggur látin mærin frá Astolat, hjúpuð í dýrðlegum klæð-
um og skrýdd blómum, og á brjósti hennar brjef er
tjáir um ást hennar og dauða. Drottning iðrast nú
sáran, og Lancelot sjer að hann hefur hjer hafnað sak-
leysi og sælu en kosið sorgir og synd í staðinn.
Óleyfilegar ástir, það að láta bugast af holdlegum
tilhneigingum, verða þannig ein af aðalástæðum til fallsins
við hirðina; en önnur ástæða og engu minni er það, að
trúin fer afvega og sækist eftir dularfullri sálardýrð í ó-
skiljanlegum samvistum við annan heim, þannig að skyld-
ur þessa lifs eru vanræktar. Kristin trú fer þannig út í
öfgar eins og í dulspeki og holdpiningum kaþólsku kirkj-
unnar. Kröptug predikun móti þessum stefnum er næsta
kviðan »Ka]eikurinn helgi«. Hjer fer Tennyson fljótt
yfir sögu, þar sem miðaldasagnirnar eru hvað auðugastar,
því leit riddaranna við Kringlótta Borðið að Kaleiknum
helga var hreint og beint aðalatriðið í allri Arþúrssögunni,
og hlaut að verða það, samkvæmt heimsskoðun þeirra
tíma.
»Kaleikurinn helgi« er kaleikur sá er Kristur notaði
með lærisveinum sinum við innsetning heilagrar kvöld-
máltíðar. Jóseph frá Arimatiu flutti hann til Englands,
en er heimur spilltist var kaleikur þessi á undarlegan hátt
hafinn upp til himna ig hvarf sjónum rnanna. En hver
sem fær að sjá hann verður hreinn og heill á líkarna og
sál og öðlast fyrirgefning allra synda. Systir Percivals,
eins hins ágætasta af riddurum konungs, sjer hann í vitr-
un, og einu sinni sjer hinn hreini og göfugi Galahad
hann í vitrun í riddarasalnum í konungshöllinni, hinir
riddararnir sjá aðeins einhverja óumræðilega ljósdýrð.
Fyllast þeir nú löngun til að sjá rneira, og strengja heit
allflestir að leita kaleiksins. Konungur er ekki viðstadd-