Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 168
168
með því móti, að hann fengi samþykki rentukammersins
til þess, og vissi ég að ekkert mundi verða því til fyrir-
stöðu, því faðir hans, kammerherra Hoppe, hafði lagt svo
undir. Þannig atvikaðist fyrir mér, að ég gegndi stift-
amtmanns embættinu á ný frá 2y sept. til 7 júlinæstaár,
er Hoppe kom aftur úr utanför sinni og ég þá skömmu
síðar fór vestur.
Hoppe var bróðir Þorkels Hoppe, þess er síðar var
stiftamtmaður á Islandi. Hann reyndist hér reglusamur
og allnýtur embættismaður. En það var eitthvað óvið-
kunnanlegt í háttum hans og framgöngu, einkum fyrir
þá sem ekki þektu hann. í stjórnarráðunum var hann
ekki sérlega mikils metinn, þvi þar var hald manna að
hann risti ekki djúpt.
Störf mín í Reykjavík, þó millibilsstörf væru, vórut
mér alis ekki óþægileg, því ég átti ekki nema góðvild.
og kurteisi að mæta hjá hverjum sem einum. Jafnvel
konferenzráð Magnús Stephensen sýndi mér við ýms tæki-
færi greiðvikni og huglátsemi og lét ég auðvitað hið sama
í té af minni hálfu. Alt um það komst ég fljótt að raun
um, að ég mundi ekki vera fær um að stjórna svo mörg-
um og áríðandi embættum og gera öllum nokkurnveginn
til hæfis; mér var því alls ekki óljúft að losast við þau
í tíma. Eins komst ég að raun um það, þó dvölin væri
stutt, að Reykjavík er dýr staður fyrir innlendan mann,
sem situr í stiftamtmanns embætti, því ekki að eins gengu
til öll embættislaun mín, heldur einnig 650 rd. þóknunin
frá rentukammerinu og hinir umsömdu 500 rd frá Hoppe,
svo þegar ég kom vestur vóru aðeins eftir 200 rd. En
reyndar keypti ég í Reykjavík nokkra húsmuni og varði
talsverðu fé til velgerðasemi, líklega þó það tvent til sam-
ans ekki yfir 600 rd.
Með því að ég þegar á hinu fyrra ári (1823) sá það fyrir,
að vestur yrði ég að fara aftur og vildi það líka sjálfur,