Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 12
12
og hefði drukknað ef kóngsson hefði ekki getað bjargað
lífi hennar. Cyril og frú Psyche sleppa, en hún verður
að skilja eftir barnunga dóttur sína; kóngsson og Florian
eru leiddir fram fyrir kóngsdóttir og á nú að dæma þá.
í því kemur boð, að faðir kóngssonar hefur brotizt inn í
landið, handtekið föður Idu, og heimtar nú að hún láti
son sinn og fjelaga hans frá sjer fara heila á hófi og
giftist honum siðar. Slær nú felmtri á allar stúlkurnar,
en ída missir hvergi hugann, hún eys skömmunum yfir
kóngsson, segist ekki vilja láta drepa hann, en lætur átta
hraustar bændadætur taka hann og Flórían og fleygja
þeim óþyrmilega út úr höliinni. Komast þeir svo við
illan leik til herbúða konungs. — Götnlu konungarnir
fara nú að reyna að semja með sjer, og verður það loks
úr að kóngsson og 50 riddarar með honum skuli berjast
við Arac, bróður ídu er hún ann mjög, og 50 riddara
af hans liði. Ef kóngsson sigrar lofar Ida að giftast hon-
um, annars sje hún laus allra mála. ída er hvergi hrædd
og efast aldrei um að Arac muni sigra Svo fer og að
kóngsson feliur fyrir honum, flakandi í sárum, og riddar-
ar hans bíða ósigur. Nú finnst ídu hið heilaga málefni
sitt trvggt framvegis og hún syngur sigurljóð. En hún
á líka til viðkvæmt hjarta, og hún skipar að bera alla
særða menn inn i háskólann og hjúkra forvígismönn-
um kvenua þar. Er hún gengur yfir valinn sjer hún
gamla kónginn stumra yfir syni sínum hálfdauðum; vikn-
ar hún þá og minnist þess að hann hefur rétt áður bjarg-
að lífi hennar. Biður hún nú konung um leyfi til
að hjúkra honum lika þar i höllinni og veitir hann það.
Frú Psyche kemur að þar sem hún er að skoða kóngs-
son í valnum; hefur ída þá lagt frá sjer uppáhald sitt,
litlu dóttur Psyche, en nú þekkir barnið rnóður sina og
vill til hennar, en Ida vill ekki iáta barnið, sem hún vill
ala upp til að halda áfram sínu starfi, af hendi við móð-