Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 69
G9
yrðn, að menjar frá aðal-ísöldinni hér á landi hafi verið
með öllu ókunnar þangað til nú fyrir fáum árurn.
* *
Klettar og hamrar eru fyrir flestum, sem á þá horfa,
ekkert annað en eitthvert uppgnæfandi fast jarðefni, og
þeir þegja eins og steinar. En af því sem að framan er
ritað rná ráða, að þeir liafa langa og rækilega sögu að
segja um breytingar á landslagi, svo miklar, að ótrúlegar
virðast og um tímalengdir, sem virðast nærri því einsog
eilífðir, sé jafnað til hinnar stuttu mannsæfi.
Er ekki jafngott þó að ekkert sé vitað um þessi
efni? k.ann einhver að spyrja.
Þessari spurninsu verður ekki svarað að nokkru gagni
án þess að rætt sé urn, hvert sé gildi þekkingar og vís-
inda yfirleitt, og verður það ekki gert hér
En eftirfarandi saga skýrir þetta mál þó ef til vill
nokkuð.
Þeir áttu einusinni tal saman, Charles Darwin, hinn
mikli enski náttúrufræðingur og Thornas Carlyle [karlæl]
sem var víðfrægur sagnfræðingur og ritsnillingur, skozkur
að ætt.
Sagði Carlyle þá, að það væri hlægilegt, að menn
skyldu hirða nokkuð um að vita, hvort jöklar hreyfðust
dáiitið hægar eða dálítið fljótar, eða jafnvel hvort nokkur
hreyfing væri á þeim yfirleitt. Kvaðst hann ekí-i hirða
urn að vita annað en það, sem beinlínis snerti mannkyn-
ið og sögu þess. En Darwin þótti sent hann væri þröng-
sýnn. Nú vill líka svo óheppilega til fyrir Carlyie, að
einmitt í sambandi við jöklarannsóknir og ísaldarfræðina
hafa verið leidd í Ijós ýms næsta merkileg og fróðleg
sannindi, sem snerta æsku mannkynsins ogisem ómögu-
legt hefði verið að vita neitt urn, ef ekki hefðu rnenn
rannsakað jöklana og fengið að vita, að þeir hreyfast; svo
að nú varð þó sú raunin á, að jafnvel þessi fróðleikur, sem