Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 176
176
þau á enda kljáð. Hann fór þess semsé aftur og aftur
á leit við mig, að ég umsteypti alveg tilskipuninni 1787
og semdi frumvarp til nýrrar verzlunartilskipunar, þannig
að eigi þyrfti síðar að fara eftir nokkru öðru en henni.
Ég reyndi að gera honum skiljanlegt, að enda þó égyrði
leystur frá öllum öðrum störfum í nefndinni og sérstak-
lega því að taka þátt í ritarastörfunum, þá mundi ég
samt tæplega verða búinn að afljúka svo miklu verki
næsta vor, og þvi síður nefndin að dæma um það.
Þetta barst einu sinni í tal í nefndinni og sagði Orsted
þá, að til þessa starfa bæri enga nauðsyn og að hann
fyrir sitt ieyti þekti ekki neitt, sem sett yrði í staðinn fyr-
ir það, sem sumpart væri óþarft, sumpart miður hæft í
allri hinni íslenzku verzlunarlöggjöf, og virtist sér því
réttast að hreyfa ekki við henni, einkanlega úr því ekki
gæti komið til mála að breyta neinu í þeim grundvelli,
sem löggjöf þessi væri bygð á. Hansen varð þá að láta
sér þetta lynda. Okkur kom að öðru leyti ekki svo vel
saman í hinu og þessn, einkum í málinu um viðskifti
jarðeiganda og leiguliða; þótti mér hann þar beina ásök-
unum að hinum æðri íslenzku yfirvöldum, og varð úr ó-
vild nokkur milli okkar beggja, en Örsted sem unni okk-
ur báðum, jafnaði það aftur með bliðskap sínum og ljúf-
mensku.
Það verð ég að álíta að nefnd þessi hafi í raun réttri
verið óþörf, því rentukammerið hefði átt að vera fært um
sjálft að gera út um því nær öll þessi málefni, því frem-
ur sem það oftar en einu sinni hafði skrifazt á við amt-
mennina um þau. -En hið sanna var, að etatsráð Hansen
hafði hvorki löngunina né áræðið til þess að fara að
brjótast i því að kynna sér íslenzk mál til hlítar — það
hef ég heyrt hann sjálfan segja — heldur ætlaðist hann
til að nefndin gerði sér götuna greiða, svo hann þyrfti
minna fyrir að bafa framvegis. Hann skrifaði ekki heldur