Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 50
Náttúran og maðurinn.
AS marmara varð lækur og grund í granít breyttist;
í grimdargadd við nötrum, ó að oss hlýja veittist!
Þinn við til varma um jólin oss veittu, góða tré . . .
Nú, vel þá, segir tréð, það skal ég láta í té.
Þið, öldruð hjónin, komið, og þið ung tvö, ef þið viljið,
Við eWinn vermið hendur, við guð þið sálir yljið.
Menn lifa til að lifa. . . . En viltu plógtré vera,
Þú vœua, góða tré mitt? — Að orðum þín skal gera;
Ég aftur 1/t til moldar; mig gullöx græða lystir
Og gullfríð verður ekran þar skógur leið sér ristir.
Úr arður-rák friðurinn upp þá gægist blítt
Og ár-ris hlær í tárum........ En tré mitt, heyrðu nýtt;
Þú hjálpaðir kannske mér heimili að byggja,
í hlé þínu rád/rin tíðum örugg liggja.
Ég tjaldtré þarf og stoðir, það miklu skiftir mig,
í mannlegan bústað............ Svo högg sem lystir þig.
Ég húsþak get borið, oft hreiður borið hef eg,
Þið heimilið helgið og blessunina gef eg.
Ó, eflið ykkar sálir við ást og heimafriðinn,
Ég endurminnist laufþyts, þá heyri’ eg barna-kliðinn ....
En viltu vera mastur í mínu skipi, hlynur!.........
Þá mundi’ eg verða fugl. Já, högðu, högðu, vinur!
Út á gínandi sjóinn svo gangfljótt skipið ber,
Sem gröfin fer með ykkur, mun skipið svifta mér
Fiá ströndum út á hafið, og hver veit nema fjær,.
Til himinbelta n/rra, þar eilíft sumar hlær,
Ef satt kváðu fuglar. Sem geiglaust gengið fá