Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 143
143
fá rýmkaðan einkarétt með vildustu kjörum, en toll-
kammerið af alefli spyrna á móti því, og þess vegna
þætti sér miklu skifta, að enginn hefði átyllu til að saka
skrifarann um hlutdrægni. Það, sem bjó undir þessu, var
víst það, að stjórnin óskaði að félagið algeriega hætti, af
þvi það, sem önnur einokunar tilhögun, var i raun réttri
ríkinu öllu til bvrði og hinurn verzlunarlegu kröftum
þess ofvaxið, en hins vegar hafði stjórnin gengið held-
ur freklega á hlut félagsins árið 1808, er hún með því
að bera fyrir sig »kontinental systemiðc,1 en íraunréttri
með fram til að bæta úr fjárkröggum sjálfrar sín, hafði
fengið félagið til að selja sér mestallar vörubirgðir sín-
ar í Kaupmannahöfn fyrir mjög litla upphæð, sem greidd
var í óuppsegjanlegum konunglegum skuldabréfum, er
stórmikið vóru fallin í verði. Það var því af þessu fyr-
irsjáanlegt, að mörg ár mundu að öllum líkindum líða
áður en samningarnir við félagið yrðu til lykta leiddir og
að nefndarstörfin mundu aðailega lenda í því, að bera
sig saman um málin munnlega, og í þess konar bréfa-
skriftum, sem ekki leiddu til neins, er úr skæri. Sú
varð iíka raunin á, því næstu fjögur árin Og þangað til
ég 1821 fór alfari frá Kaupmannahöfn, hafði nefndin
ekki gert út um neitt verulegt, heldur gekk aftur og
fram á eintómum fundarhöldum, ráðslögunum, og bréfa-
skrittum, og jafnframt þrasi og þráttunum milli nefndar-
mannanna úr tollkammerinu og verzlunarfélaginu; var
það stundum gagnmerkilegt á að hlýða, en stundum nauða
leiðinlegt. Enda árið 1835 er ég dvaldi i Kaupmanna-
höfn, sagði Moltke greifi mér með hálfkýmui, að ekki
‘) Svo nefndist bann Napóleons, er hann hafði látið út ganga
til allra ríkja á meginlandi Evrópu, og fylgdi fram fastlega, að
alls engin viðskifti mætti hafa við Englendinga, og skyldi loka
fyrir þeim öllum höfnum. Þ.