Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 187
187
af mynt-breytingunni, sem ekki verður talinn ríkissjóði til
halla. Skólasjóðinn, er stóð inni í ríkissjóði til 31 júlí
1834, taldi skólastjórnarráðið, eftir uppgerðum reikningi
rentukammersins, að vera 52,135 rd. 63 sk. og hina ár-
legu vexti af því fé að viðbættu hinu svonefnda Skálholts
uppbótafé eða »Æquivalent« (— þ. e. vöxtunum af því
fé sem upprunalega var metið að koma mundi inn fyrir
þessar fasteignir, en þeir vóru lagðir til skólahaldsins og
nárnu 2300 rd.) einungis 4585 rd. 41 sk.; mætti og þar
við bæta nokkrum tíundum, þannig að árstekjur skólans
yrðu 4959 rd. 77 sk. Þar sem útgjöld skólans nú sem stendur
á ári hverju nema 6195 rd. 50 sk., þyrfti því skólinn eft-
ir þessu eins og nú stendur 1235 rd. 69 sk., í árstillag.
Og að því er Skálholts uppbótina snertir, mætti og gera
athugasemd, því þar sem nú af þeim 150,000 rd., sem
skólaeignirnar vóru seldar fyrir, er ekki eftir meira en
hér um bil 52,135 rd., þá leiðir af því, að skólahaldið
hefir hingað til farið með næstum því 2/3 af höfuðstóln-
um og með tímanum alt kaupverðið fyrir Skálholtseign-
irnar og verður þá ekki séð að ríkissjóður eftir ströngum
rétti sé skyldur að svara árlegum vöxtum af höfuðstól,
sem fyrir löngu er hættur að vera til. En að öðru leyti
hreyfði ég ekki við neinu af þessum atriðum í þeim hluta
álitsskjalsins, er ég samdi, með því að það ef til vill kvnni
að hafa spilt fvrir málefni skólans og kom ekki heldur
að öðru leyti nefndinni neitt við. Eftir lauslega gerðri
áætlun um útgjöldin við skólann með hinu nýja fyrirkomu-
lagi í Reykjavik, og við rýmkun hans til að vera æðri
kenslustofnun, þá má gera ráð fyrir að skólahaldið alls
mundi kosta 5580 rd., og hinn fyrirhugaði prestaskóli
1120, samtals 6700 á ári hverju; þar við yrði enn frem-
ur að bæta vöxtunum af 14000 rd., sem ætlað er að hið
nýja skólahús muni kosta, eða 560 rd., samtals 7260 rd.
árlega, er sem vextir samsvara höfuðstól 181,500 rd., sem