Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 30
30
græðgi eru i kvæðunum »Locksley Hall« og »Locksley
Hall, 60 árum síð;>r«; í fyrra kvæðinu er það maður um
tvítugt sem talar, með ástarsorg í hjarta sinu, fordæm-
andi flest; í síðara kvæðinu kemur hann áttræður á
sömu slóðir með sonarsyni sínum, lítur enn svart á
margt, en lífið hefur kennt honum að fyrirgefa og dæma
vægara en áður.
Sum af þessurn eintölum Tennysons eru hreinusta
perlur fyndni og fjörs, einkum þau sem hann sýnir í
cbreytt enskt alþýðufólk og líkir hann opt eptir mállýsk-
um; svo er t. d. í »Bóndinn norðanlands«, sem ekki
vill láta son sinn giptast nema ríkri stúlku, eða »Kærast-
ar piparkerlingarinnar«, er lýsir gamalli kerlingu er á
talsvert til og hefur átt kost á því að giptast optar en
einu sinni, en hún hefur heldur viljað hafa ketti í kring-
um sig en karlmenn, og hefur skírt kettina nöfnum
allra þeirra er hafa beðið hennar. Varla er lakara kvæð-
ið »Kirkjuvörðurinn og presturinn«, þar sem gamall
mektarbóndi er að gefa ungum presti góð ráð; honum
er illa við fríkirkjur og alls konar þess h'áttar nýmóðins
uppátæki; þarna komu nú þessir baptistar og fóru að skira
fólk í pollinum hjá bænum hans, og svo drakk bezta
kýrin hans úr pollinum: og drapst auðvitað af öllum
þeim djöfulskap. Nei þá er betra að vera í gömlukirkj-
unni.
Aptur eru önnur af eintölum þessum, og þau fleiri,
þar sem Tennyson leikur áalvarlega strengi og það með
meira krapti en á nokkrum öðrum stað. Kvæðið »Riz-
pah«, er Einar Hjörleifsson hefur þýtt á íslenzku, er
bezta dæmi þessara kvæða, og eitt með fegurstu kvæðum
sem til er á nokkru máli. Jeg býst við að flestir les-
endur »Tímaritsins« þekki þessa voðalegu lýsinguá veslings.
móðurinni, sem á næturþeli stelur beinum sonar síns úr
gálganum til að geta grafið þau í vígðri mold. Annað