Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 165
165
atvikuðust af þeim afarmörgu álitsskjölum, sem heimt-
uð vóru um þetta mál.
Burtför mín frá Kaupmannahöfn féll mér mjög sárt
að mörgu leyti. Ég hafði nú verið þar í 17 ár og enn
þótt ég væri engum efnum búinn, átt hinni mestu vel-
vild og virðing að fagna, svo að segja afhverjum manni,
og þess utan eignazt svo marga tigna hollvini, sem hver
öðrum fremur auðsýndu mér góðleik og huglátsemi. En
forlögin höfðu nú þannig ákveðið, að ég skyldi ekki vera
lergur á þessum stað. Viðkvæmastur var skilnaður minn
við Wormskjold (7 1824) gamla; »við sjáumst nú ekki
aftur« sagði hann mjög hjartanlega. Skömmu eftir að ég
var kominn til Islands gifti ég mig 22 júlí að Odda.
Vinur minn, Arni stiftprófastur, gaf okkur hjónaefr.in sam-
an. Moltke stiftamtmaður, sem þá var á embættisferð
þar eystra, gerði mér þann sóma að vera i brúðkaupinu.
1 ágústmánuði byrjaði ég ierð mína landveg vestur að
Stapa (Arnarstapa), þvi þar var ég búinn að semja um kost-
hald fyrir mig fyrst um sinn. A Stapa fann ég fyrir í-
búðarhús, sem orðið var mjög hrörlegt, og húsrými lítið,
svo ekki vóru tiltök fyrir mig að ráða stofustúlku og skrif-
ara. En við þetta varð ég að sætta mig, því engin betri híbýli
vóru fáanleghér vestra, en i Reykjavík hvorki viidi né mátti ég
vera, því í veitingarbréfinu var mér skipað að setjast að í amt-
inu sjálfu á hentugum stað Embættisskjölin reyndust mér og
að vera í mestu óreiðu, einkum alt það er laut að reikningum.
Það er annars um Stefán amtmann Stephensen að
segja, að hann var að upplagi fljótskarpur gáfumaður. En
»stúdéringa« rnaður mikill hafði hann aldrei verið og með
þvi að hann hafði aldrei fengið æfingu í embættisstörfum,
þá hafði það óheppileg áhrif á embættisrekstur hans, eink-
um síðari árin, er hann að sögn var bilaður orðiun á heilsu
og kominn í ýmsar fjárkröggur. Sem maður hafði hann
að öðru leyti sömu brestina sem faðir hans og Magnús