Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 146
146
neinu slíku til að dreifa um Castenskjold sem stiftamt-
mann.
Eftir skriflegum tilmælum landbúnaðarfélagsins tók
ég þátt í umræðum þess viðvikjandi vali þeirra, er senda
skvldi frá Islandi til jarðyrkjunáms, sem og bréfaskriftun-
um þar að lútandi til amtmannanna á Islandi; sömu-
leiðis eftir beiðni félagsins lagði ég álit á bækling síra
Bjarna Amgrímssonar um garðyrkju, er hann hafði sent
félaginu, og einnig á önnur búnaðarmál, sem félaginu
bárust frá íslandi. 12. nóv. fékk ég heiðursbréf frá fé-
laginu, og var ég með því gerður orðu-félagi, er eigi
greiddi árstillag; var það auðvitað góðvild Collins forseta
til mín, sem þvi hefir ráðið. Þegar ég nú þannig var
orðinn meðlimur félagsins, kom ég fram með uppástungu
um það, að félagið héti verðlaunum fyrir ritgerð, sem
sýndi fram á mikilvægi og nytsemi garðyrkjunnar fyrir ís-
land, og benti á höfuðatriði þau, er skýra skyldi í ritgerð-
inni. Uppástunga þessi fékk hinn bezta byr hjá félaginu..
Hinir 4 nemendur frá íslandi komu um haustið, einn úr
suðuramtinu, einn úr vesturamtinu og tveir úr norður-og
austuramtinu, og fól félagið mér á hendur að hafa um-
sjón með þeim, að þvi er fjárhag og hegðun snerti.
Það sem gera þurfti í bókmentafélaginu gekk nú all-
vel, svo að fyrsta deild Sturlungu varð fullprentuð og
samdi ég formála bókarinnar. Það var annars undarlegt,.
að það sætti mótmælum í félaginu, að formálinn var i
dönsku, (hin ísl. þýðing hans er aðallega eftir Svb. Egils-
son) svo að taka varð til þess úrræðis, að tileinka konungi
bókina, því þá mætti ef til vill gera ráð fyrir, að hann
liti í formálann. Að öðru leyti gerði tileinkun þessi, með
umsókn, sem henni var samfara, það að verkum, að félag-
ið hefir ávalt síðan notið styrks úr konungssjóði, 200 rd.
á ári. Ymislegt smárifrildi kom þess utan fyrir í félag-
inu öðru hverju, og vóru þó enda minni brögð að því