Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 138
138
var að öðru leyti hið kátlegasta, aðjensen skyldi taka sér
þetta svo nærri, því það var þegar i upphafi augljóst, að
ekkert var stjórninni f)ær skapi en að gefa verzlunina
algerlega lausa; þvert á móti var skipun nefndar þessarar,
að því er þetta málefni snerti, ekkert annað en mála-
myndar verk og í því skyni gert, að látast ætla að gera
eitthvað mikið í tilefni af tjóni því, er Island hlaut að
biða í verzlunar samkepni, við það, að Noregur gekk und-
an Danmörku, því heldur sem mönnum á íslandi félst
mikið um það og létu sér það að áhyggju verða. Til-
skipunin 1816 um svokallað rýmkað verzlunarfrelsi fyr-
ir Island sýnir þetta lika augljóslega, því í raun réttri er
hún ekki annað en óbeinlinis forboð gegn allri útlendri
verzlun á Islandi, enda framfylgdi rentukammerið því af
alefli, að þeir fáu Englendingar, sem á striðsárunum höfðu
sett upp verzlun i Reykjavík, skyldu selja sitt og hafa sig
burt. En svo lá í þessu, að kaupverzlun Danmerkur og
siglingar höfðu á stríðsárunum gersamlega eyðilagzt, og
vildu Danir því eigi missa þá einu vissu verzlunargrein,
sem eftir var, en það var verzlunin við hjálendurnar
norðlægu og Island sérstaklega. En hins vegar blandað-
ist mönnum ekki hugur um það, að verzlunarstéttinni
dönsku mundi hafa orðið um megn að þreyta kapp við
útlendar þjóðir í íslenzku verzluninni, einkum við Eng-
lendinga og Hollendinga, og bæri því brýna nauðsyn til
að stía þeim algerlega burt frá henni, Það var og álitið,
að ekki væri með neinu öðru móti hægt að hafa neinn
hag af Islandi, nema almennur skattur yrði lagður á land-
ið, en þar um mátti nærri fara, að skattgjaldið altsaman
mundi aldrei verða svo mikið að ríkissjóðinu munaði
neitt verulega um það. í þessu og mörgu öðru, sem
tilfært var gegn algerðu verzlunarfrelsi, var efalaust mik-
ið hæft, þó ýmislegt megi reyndar á móti því hafa, en
hér er ekki staður tii að fara frekar út í það.