Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 9
9
etVvið suma brast skáldið þolinmæði og hann setti þá
ónot í þá, eins og fór með prestskonu, sem hafði spurt
eitthvað einfeldnislega, að honum þótti, um útskýringu á
kvæði eftir hann: »Frú mín góð, jeg bý bara kvæði tii
handa ensku þjóðinni, en ekki heila.«—og var það alt
brjefið. Við gesti er hann þekti lítið var hann mjög treg-
ur á að tala um kvæði sín, nokkru eftir að »Kóngsdóttir-
in« var út komin, heimsótti frægur prestur hann, og
vildi heyra nákvæmar skoðanir hans á kvennfrelsismálinu,
en Tennyson talaði ekki um annað en bjór, og hvernig
sem prestur fór að reyna að koma kvennfrelsi þar að,
fór svo að hann gat það ekki, því Tennyson varð altaf
orðmeiri um bjórinn. Oðru sinni reyndu þrjár ungar,
friðar og gáfaðar stúlkur að vekja fjörugt samtal út af
kvæðum hans og þá auðvitað einkum »Kóngsdótturinni«,
en Tennyson fór þá að tala um flóabit og flær og starf-
semi þessara stökkfimu smádýra, og svo fór að þær flýðu
með skelfingu. Hann var næst um því feiminn, og það
fram í elli, við ókunnuga menn, enda gekk það fram úr
öllu hófi hvað margir lögðu á sig til þess að geta sjeð
hann og talað við hann, og var hann oft truflaður mjög
svo óþægilega.
Hann hafði mestalla æfi sína góða heilsu, en síðustu
árin fór hún smámsaman að bila, veturinn i. 91-—92 lá
hann lengi í kvefsótt, en batnaði, og menn hugðu hon-
um vel borgið, en um haustið lagðist hann aftur, og dó
eftir fárra daga banalegu, 5. október i8y2. Voru haldnar
sorgarhátiðir víðsvegar um allt Bretland, en lík hans jarð-
sett með mestu viðhöfn í »skáldahorninu« í Westminster
Abbey, við hlið Brownings. Nokkru eptir lát hans kom
út kvæðasafn er hann hafði búið til prentunar rjett áður
»The Death of Oenone and other Poems« (»Dauði Oenonu
og önnur kvæði«), og eru þar mörg ágæt kvæði, setn