Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 112
112
Eftir það var meira eða minna bersýnileg óvinátta eða
dylgjur milli hans og allra stiftamtmannanna, er næst
komu á eftir, einkum Castenskjold og Moltke, og er
■enginn efi á, að hinn siðari, sem var lipur og mikils-
megnandi hirðmaður, hefir skaðað hann mest. En jafn-
fjærri er það, að leggja ofloí á M. St. fyrir alt þetta, sem
og að því leyti er til prentverksins kemur eða landsuppfræð-
ingarfélagsins o. fl. svo sem sumir gera, eins og hitt, að taka í
sama strenginn og þeir, sem álíta að hann að öllu saman-
Jögðu hafi eigi gert fósturjörðu sinni minna ógagn en gagn.
Alt þetta og annað sams konar skal vera þessu riti
niinu óskylt og er það einkum ætlað nánustu ættingjum,
er sérstaklega kynnu að hafa hug á að þekkja æfiferil
minn, þar sem ég af umkomulausri ætt, án fjár- og
frændafla, hef náð að komast í álitlega stöðu einungis
með ástundun og góðri hegðun. Sá er og tilgangur
minn með þessu, að eftir dauða minn verði ritað um
mig sem minst af því tagi, sem beinlínis er ósatt, að
því er atburði snertir, þar sem hins vegar dómurinn
um mína andlegu hæfileika og lyndiseinkunn verður að
vera á annara valdi, en ekki mínu. Eg hef varazt að
rita annað en það sem ég þóttist hafa fulla vissu fyrir,
og hafi ég dregið af því ályktanir, þá er ætlun mín, að
þær muni ekki fara fjærri sanni.
Að ég hef ritað þetta á dönsku, en ekki íslenzku,
kemur af þvi, að uppteiknanir minar vóru mestmegnis á
því máli, enda er mér léttara að orða á því hugsanir mín-
ar þegar ég rita með hraða. Að öðru leyti ætlast ég
ekki til að þetta rit mitt verði prentað, sízt eins og það
er nú, en skyldu ættingjar mínir eftir dauða minn láta
prenta nokkuð um lífsferil minn, þá eru helztu gögnin
til þess í því, sem hér er skráð, en þyrfti þó að yfirfar-
ast og lagast af manni, sem gott skynbragð og þekkingu
hefði til að bera. Fjærri fer því annars að ég hafi mæt-