Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 21
21
luktur irin í trje eða turn, og geti enginn leyst þau álög
nema sá sem á lagði. Auðvitað bindur hún svo Merlín
rneð þessurn galdri, er hann er sofnaður.
Þessi kviða er undarlega hrífandi; það er eins og
kaldur haustblær dansi gegnum linurnar, og hryllingur
fer um lesandann, þegar hann sjer hvernig jafnvel hinn
vitrasti og bezti maður gengur með opnum augum út í
glötunina. Hvernig á þá að fara fyrir hinum?
Næsta kviðan er »Lancelot og Elaine« (Elin), og er
hún af sumum talin bezta kviðan í »Konungsljóðum« og
jafnvel bezta kvæði Tennysons. — Arþúr konungur hefur
í 8 ár sett á hverju ári setn verðlaun í burtreið riddara
sinna einn demant úr dýrindis-kórónu, er hann hefur
íengið á undarlegan hátt. Lancelot hefur unnið þá alla.
Nú er stærsti demantinn einn eptir, og um hann á að
keppa niunda árið. Ætlar Lancelot sjer lika að vinna
hann, og gefa svo drottningu alla demantana í einu. —
En er líður að burtreiðinni er drottning veik, sumpart af
sárum kviða, því hana grunar að margmennið rnuni taka
of mikið eptir sjer og Lancelot; vill hún því hvergifara,
og er Lancelot frjettir það, afsakar hann sig líka fyrir
KOnungi, og kveður gamalt sár aptra sjer frá að keppa í
burtreiðinni. Verður hann nú eptir hjá drottningu, en
konungur og riddarar hans riða á stað. En er þeir eru
farnir, ávitar drottning Lancelot fyrir að fara ekki og
telur honum hughvarf. Fer hann nú á fundinn og vill
nú koma þangað óþekktur, svo að hann síðar geti af-
sakað sig fyrir konungi með því, að sig hafi grunað, að
margir hafi fallið fyrir sjer af eintómri hræðslu, af því
þeir vissu, að þeir áttu við hinn fræga Lancelot, en nú
haíi hann viljað koma öllum ókunnur og vita hvort hann
ynni sigur samt. A leiðinni kemur hann til kastalans
Astolat; þar býr gamall riddari með tveimur sonum snr
um og ungri og fríðri dóttur að nafni Elaine (Elin).