Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 152
152
og vildi gefa mér í skyn að hann vissi það. Ég hef
ekki þekt finni mann í orðalagi en hann, nema Mösting;
þannig var það einu sinni, er hann hafði skipað mér að
semja uppkast til konungsbréís viðvikjandi máli nokkru1
og ég lét hann skilja á mér, að N. N. í kansellíinu, þar
sem málið eiginlega átti heima, mundi gera það miklu betur
en ég, þá sagði hann: >Nei, ég er handviss um að þér gerið
þaðfult eins vel« o. s. frv., en sú var meiningin, að hann
mundi hafa kynokað sér við að gera leiðréttingar í upp-
kasti N. N., en alls ekki í mínu.
Meðan ég dvaldi á Islandi, sem ekki var lengi, var
eftir því sem frekast varð auðið, komið réttri skipun á
mál Thorgrímsens. En þegar ég kom aftur til Kaup-
mannahafnar, varð ég þess fljótt vís, að það hafði aftur
snúizt í ílt horf af völdum Castenskjolds stiftamtmanns,
bæði í rentukammerinu og bankanum. Þetta fékk ég
1) Það var kgsbr. 17. júli 1816, þar sem hert er á hegningar-
ákvæðum fyrir að skjóta æðarfugl og sel. Það var svo til kom-
ið, að Magnús konferenzráð, sem einmitt þá var í þanu veginn
að kaupa Viðeyna, hafði komið með uppástungu því viðvikjandi,
sem liann varla hefði gert annars, ef ekki liefði svo sérstaklega
á staðið. Uppástungu sína sendi hann til kansellíisins, enda lieyrði
og málið þangað, en kanselliið vék málinu frá sér til rentukamm-
ersins, liklega með tilliti til verzlunartilskip. 1787, 3 k. 7. Mín
skoðun var sú, að um þetta ætti að gefa út opið hréf, með því
að málið var almenningsmál, og í þvi formi samdi ég uppkastið
til úrskurðarins. En þetta féllust menn ekki á í rentukammerinu
og geri ég ráð fyrir, að því hafi ráðið óvild við M. St., og var
þess vegna að eins látið sitja við skrifaðan úrskurð, er siðan var
sendur amtmönnunum til frekari ráðstiifunar. Af þessu reis siðan,
að minsta kosti nokkum partinn, þvæla sú um múlið, er fæddi
af sér hið opna hréf 12. marz 1843, sem hirtist frá kansellíinu,
þó úrskurðurinn, sem fyr er á vikið, væri kominn rentukammer-
leiðina; varð svo ekki einu sinni sá árangurinn, að sjálfur úrskurð-
urinn yrði auglýstur i samhandi við opna hréfið, sem þó mundi
hafa mestu varðað fyrir málefnið í sjálfu sér.