Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 76
skyldi hann til íslands í því skyni, er nú var greint, og
ritaði konungur brjef með honurn til biskupanna beggja,
Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti og Gísla Þorláks-
sonar á Hólum, þar sent þeim var boðið að hjálpa Þor-
móði eptir megni, fyrir borgun eða á annan hátt, að ná
fornum handritum, ef hægt væri að fá þau, og var sá
einn munur á brjefunum til þeirra, að Brynjólfi biskupi
var og boðið, að kenna Þormóði og leiðbeina honum í
fornfræðinni. Þormóður var þá í mestu tnetum hjá kon-
ungi, og var konungur honutn mjög eptirlátur, svo sem
enn má sjá af þvi, er nú greinir. Torfi sýsluntaður, faðir
Þormóðs, var ofstopamaður mikill og óeirinn, og ljek
menn hart, og eigi var hann mjúkur við sira Hallgrim
Pjetursson, er hann var prestur hans. 1660 var Torfi
dæmdur fyrir illyrði á þingi í 73 marka sekt og frá æru
og embætti Sá maður hjet Helgi Sveinsson, er hann
hifði illyrt, kallað hann skálk, skelnti og hórujagara, og
sagt, að hann hefði logið og stolið sakramenti af prestin-
um. En Þormóður fjekk hjá konungi uppgjöf allra saka
fyrir föður sinn, svo að Torfi fjekk aptur næsta ár bæði
æru og embætti með konungsbrjefi, og sektarfjenu var
skilað aptur úr fjárhirzlu konungs. — Sira Sigurður, bróð-
ir Þormóðs, er var kirkjuprestur í Skálholti, hafði orðið
hórsekur, og verið settur af embætti En Þormóður út-
vegaði honutn hjá konungi aptur prestskapinn og Mela í
Borgarfirði. — Það var einu hverju sinni, nokkru eptir
það, er Þormóður var kominn i kærleika við konung, að
konungur spurði hann; hvort hann hefði sjeð Kristján
krónprinz (Kr. V.) og talað við hann. Þormóður kvað
nei við Konungur bauð honurn að fara á fund konungs-
sonar. Það gerði Þormóður. En er hann kom inn til
konungssonar, ávarpaði prinzinn hann á þýzka tungu.
Þormóður kunni reyndar nokkuð i þýzku, ett vildi eigi
mæla á þá tungu, er honum þótti það vera að sýna fyr-