Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 132
132
■ur embættismaður á íslandi. Ég fékk fararleyfið og ferð-
in gekk mæta vel báðar leiðirnar. Meðan ég dvaldi á
Íslandi, heimsótti ég helztu embættismennina i suðuramtinu,
samdi ogýmislegt, er lautað vissumgreinum umboðsstjórnar-
innar, ekkisamt undirmínu nafni, heldur fyrir nokkra embætt-
ismenn, sem kvaddir vóru til álits og umsagnar þaraðlút-
andi. Þar á meðal var álitsskjal fyrir etatsráð í. Einars-
son, sem þá var í stiftamtmanns stað, viðvikjandi því að
selja Viðeyna konferenzráði M. Stephensen. Hef ég
sérstaklega tekið saman ýmsar athugasemdir áhrærandi
hina einkar merkilegu samninga um sölu þessarar eignar.
í. Einarssyni létu ekki vel skrifstofustörf; en hann var
hinn óvinveittasti allri Stephensensættinni og þess vegna
var honum iialdið fram til vegs og virðinga af Erichsen,
Trampe o. fl.
Þegar ég var kominn aftur til Kaupmannahafnar, tók
ég við embætti minu og byrjaði aftur á handleiðslu í lög-
fræði. En skömmu síðar bar mér nokkuð það að hendi,
sem bæði kom flatt upp á mig og stofnaði mér i vanda.
Ég fékk nefnilega bréf dags. 13. nóv. frá P Vogt, sem
þá var mála-afgreiðslu ritari. (Expeditions Sekretair) við hið
norska ríkisráð; hafði ég handleitt bróður hans í lögum.
Bauð hann mér í bréfi þessu að fyrirlagi Treschows,1)
sem þá var í ríkisráðinu norska, kennara stöðu ílögfræði
við háskólann í Kristjaníu; skyldi ég byrja sem »lektor«
og laun mín vera um 1400 rikisd. og var mér gefin
von um hækkun eftir sýndum dugnaði. Þetta var hið
mesta sæmdarboð og mundi ég ekki hafa hikað við að
þiggja það, hefði ég ekki áður en ég íór frá íslandi verið
í þann veginn að stofna ráðahag, sem reyndar ekki var
til fulls ákveðið um, en varð ekki frá minni hálfu aftur-
‘) Treschow var prófessor í heimspeki við Kaupmanna.h. há-
skóla áður hann fór til Noregs og varð þar „Statsraad,,.