Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 129
129
triig að takast á hendur flutning hinna íslenzku mála, sem
hann hafði á hendi. Gekk Jensen sumpart það til, að
'hann hafði ýmugust á rentuskrifaranum, kammerráði Wold-
um, sem bæði var seinlátur og daufur, en að öðru leyti
alláreiðanlegur i því sem hann einu sinni kom af, —sum-
part það, að hann vissi fyrir, að stjórnarráðið ætlaði að fá
mér starf að nýju við íslenzku málin. Hér var þá ekki
annað fyrir en að ég tækist á hendur framburð mál-
anna og afgreiðslu þeirra, en samt undir yfirstjórn Wold-
ums, sem þetta stóð næst, enda vildi ógjarnan sleppa
þvi úr höndum. Eigi leið langt um áður ég fullkomlega
•sannfærðist um, að islenzku málin vóru yfirleitt í mesta
glundroða, að reikningarnir Jágulangt aftur i tímann óendur-
skoðaðir og óútkljáðir og að menn jafnvel ekki vissu,
hverja reikninga átti að innsenda o. s. frv. að Jensen
stjórnaði enda upp á sitt eindæmi og réð málunum til
lykta eftir eigin hugþótta og að íslenzka kaupniannastétt-
in gat haft hann eins og hún vildi; að islenzku málin
vóru í sjálfu stjórnarráðinu svo ókunn og lítilsvirt, að ná-
lega enginn vildi hlýða á framburð þeirra. Og er ég nú
einnig varð þess áskynja, að í ráði var að sameina þessa
skrifstofu við aðra: Borgundarhólms-skrifstofu svo nefnda,
■og að þessa samsteypu-skrifstofu átti að skipa alveg óhæfum
mönnum, þá leitaði ég einslega til tveggja manna, sem
vóru »depúteraðir« í stjórnarráðinu, konferenzráðs Worm-
:skjolds, er ég þá að eins þekti í sjón, og greifa A. W.
Moltke, sem nú var köminn í stað konferenzráðs Fridsch,
og hafði verið falin yfirumsjón hinna íslenzku mála; beiddi
ég þá að lofa mér að vera lausum við að vera settur í þessa
nýju skrifstofu, en leyfa mér heldur að starfa launalaust
við málaframburð, eins og að undanförnu, upp á biðlaun
min, þangað til einhver staða losnaði í einhverri danskri
skrifstofu. Wormskjold sagði óðara, að sér kæmi beiðni
tuín næsta kynlega fyrir, þar sem ég væri íslendingur og
9