Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 140
140
komið og sanna áttu, að það mundi verða bæði verzlunar-
stéttinni og landinu til niðurdreps, eí verzlunin við út-
lendar þjóðir t rði gefin laus.
í októberm. (1816) var ég kosinn forseti hinnar íslenzku
bókmentafélagsdeildar í Kaupmannahöfn. Var það að
óvilja mínnm, því ég vildi að Finnur prófessor Magnús-
son, vinur begg]a okkar Rasks, eða þá B. Thorlacíus
prófessor hefðu orðið fyrir kjöri. En það viidi Rask ekkiv
því til htns síðara bar hann ekkert traust í íslenzkum
fræðum, en hvað hann hafði á móti hinum fyrra man ég
nú ekki; verulegt gat það aldrei verið; en hann var nú
ferðbúinn til Svíaríkis og stilti svo til að ég varð kosinn
með atkvæðafjölda. Þessi ágætismaður, sem ísland á.
svo afarmikið að þakka, taldi þá hug í mig og nokkra
fleiri til þess að gefa út Sturlunga sögu, sem var miklu.
kostnaðarsamara fyrirtæki en efni félagsins leyfðu og
meira starf en líkindi vóru til að ég og allur þorri félags-
lima þeirra, sem þá vóru í Kaupmannahöfn fengju aðstað-
ið. Það greiddist samt vel og verkinu miðaði jafnt á-
fram, sem mikinn part var þeim mönnum að þakka, er
að útgáfunni unnu, eins og getið er um í formálanum,.
einkum núverandi skólakennara Sveinbirni Egilssyni og
Gísla sál. Brynjúlfssyni, síðar presti. Samanburður hand-
ritanna tók mjög langan tíma, þó lítið væri hjá því að
hreinrita allan textann, skrifa upp orðamun og semja re-
gistrið m. m. Hefði ekki verið lögeggjan Rasks og öflug
aðstoð áðurnefndra manna, þá lægi líklega þetta mikils-
verða sagnaverk þjóðarinnar óútgefið enn og vissu fáir
sem enginn um hið mikla sögulega gildi þess.
Þegar íslenzka nefndin svokallaða hafði lokið störf-
um sínum að svo miklu leyti sern þau nánast snertu.
verzlunina — en árangur þeirra starfa var útkoma tilsk.
11. sepf x8i6, — þá var farið að eiga við hitt aðal-
málið, hvort gefa ætti færeysku verzlunina lausa, en hin.