Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 13
13
ur þess, er svo svívirðilega hafði svikið beztu vinkonu
sína. Loksins sættast þær þó heilum sáttum. Kóngs-
son er nú flultur í höll ídu, og hjúkrar hwn honum
sjálf; vaknar smámsaman hjá henni ást til hans; hún
berst fyrst á móti heuni, en sjer loks að slíkt tjáir ekki,
og endar svo sagan með lýsingu á ástum þeirra.
ída hefur ætlað sjer of mikið; konur eiga ekki að
berjast gegn karlmönnum, heldur eiga bæði kynin að
berjast í sameiningu fyrir æðra og betra menningarstigi.
Þegar hún i enda kvæðisins harmar yfir því hvernig sjer
hafi farizt, hún hafi verið eins og drotning í gáskafullum
leik, þýðingarlausum, huggar kóngsson hana, og sýnir
henni fram á, að í raun rjettri sje kvennfrelsismálið eitt
af æðstu velferðarmálum karlmanna:
»Því karl og kona rísa og sökkva saman,
dvergar eða guðir, frjáls eða bundin bæði.«
og karlar og kvennmenn verða því að leggjast á eitt til
að losa konur við óþarfadekur lífsins:
»vanans sníkjumyndir
er virðast hefja, en draga þær í duptið«;
andi konunnar er ekki karlmannsandi á lægra þroskunar-
stigi, heldur andi á eins háu stigi, og þó alt öðruvísi,
og er tímar liða munu karlmenn fá rneira kvennlegt í
eðli sitt, en konur meira af karlmannlegu; karlmaður og
kona sem elska hvort annað og vinna saman eiga að
verða eins og fullkomið sönglag við göfug ljóð:
»like perfect music unto noble \vords«.
Það er einhver vor-og æskublær yfir þessu riti Tenny-
sons. Það er eitt af þeim ritum sem alltaf getur vakið
gleði og ró í sálum manna. I þessu undarlega miðalda-
landi með riddara og brynjur og um leið rafurmagn og
nýjustu uppfinningar er eilíft sólskin, og persónurnar
eru fæstar svo að vænta rnegi að slikt fólk geti fundizt
í okkar þurra og daufa lífi. En í þessu töfralandi skálds-