Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 29
29
son gat bezt, var að láta einhverja persónu lýsa sjer sjálfri
eða atburðum þeim sem þarf að lýsa, í löngu eintali. A
þessu fer nú illa í leikritum, en til allrar hamingju hefur
Tennvson víða gert þetta á öðrum stöðum og eru þessi
»dramatisku eintöl* hans flest afbragðs kvæði, ort um
allt milli himins og jarðar að kalla má.
Lengst og margbreytilegast af þessum kvæðum er
»Maud«; það er eintal eða eintöl ungs manns sem í
mikla ógæfu ratar. Faðir hans hefur verið ríkur maður
en misst mestallar eigur sínar, og dáið vofeifiega, og var
haldið að hann hefði fyrirfarið sjer. Sonur hans trúir
því fast, að maður sem áður var fornvinur föður hans,
hafi steypt honum i glötunina; þessi maður hefur nú
eignast skrautlegan búgarð rjett hjá og þar dvelur hin
fagra dóttir hans, Maud. Meðan vináttan var með for-
eldrum þeirra hafði hann opt leikið sjer með henni; nú
sjer hann hana aptur, fær smámsaman ást á henni, og
hún á honum, enda minnast þau þess að foreldrar þeirra
höfðu á vinfengisárunum ætlað þau hvort öðru. En
bróðir Maud, burgeislegur maður og upp með sjer, kem-
ur að þeim eitt kvöld saman, og slæst upp á unnusta
systur sinnar með skömmum; hann þolir það ekki og
drepur hinn í ofsabræði sinni. Verður hann nú að flýja
og verður geðveikur, vitkast þó að lokum, en þá er
Maud dáin, og hann reynir að fá frið í sálu sinni með
því að fara í stríðið móti Rússum.
Snildarlega er því lýst hjer, í stuttum kvæðum, hvern-
ig ástin vaknar og vex. og hvernig geðveikin síðar æðir
í anda morðingjans. Hjer eru magnaðar og sárbeizkar
skammir um margt og margt í nútíðarlifinu; okkur bregð-
ur við að sjá Tennyson svo djarfyrtan; hann lætur unn-
usta Maud höggva í blindni á allar hliðar, höggin hitta
alltaf eitthvað bogið og breiskt.
Líkar árásir á nútíðarlífið með svikum þess og fjár-