Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 99
99
Sá timi kann að koma, þegar menn hér á íslandi fara
að sá til dvergbirkis, til þess að ná undir vald sitt jörð-
inni svo hátt upp í fjöllin sem unt er; það á auðvitað
afarlangt i land, en það er líka yzta endatakmark skóg-
yrkjunnar. Mér hefir komið svo fyrir, að jörðin á Islandi
geti gefið miklu meira af sér en hún gerir nú. En ég
sé líka vel að mikill tálmi er í vegi fyrir þeirri framför,
sem sé, að koma hinu aukna vörumegni í peninga. Is-
land þarf fyrst og fremst að fá vegi, — akvegi og vagna.
Ég skal ekki fara frekara út í það, en taka það að eins
fram, að einnig í þessu efni getur skógurinn komið að
góðum notum. Það má glögt sjá, þegar ferðast er um
ísland, eins og ég nú hef gert, að vegirnir eru sýnu betri
inni í skógi en utan skógar, þar sem öllu hagar jafnt að
öðru leyti. Skógurinn hamlar því að vatnið ræsi sig
gegnum vegina og beri grjót ofan í þá. Það mundi á
mörgum stöðum vera hyggilegt að efna til skógbeltis fyr-
ir ofan hina nýju vegi, sem nú á að gera.
Þegar þörf er orðin á skógi, þá verður fyrsta spurn-
ingin: Hvernig á að framleiða hann? F.ftir því sem ég
hef séð hér á landi og eftir þeirri reynslu, sem menn
hafa fengið í öðrum löndum, þá virðist mér tiltækilegast
að plantað sé í kringum bæina á túngörðunum og fyrir
innan þá; þar má gera ráð fyrir að plönturnar geti verið
i friði fyrir sauðfjárbiti og þar er hægast aðstöðu fyrir
fólk með gróðursetninguna, sem er talsvert mikið verk.
Lengra burtu írá húsunum uppi í hlíðunum verða menn
svo, ef unt er, að láta skóggræðsluna verða svo umfangs-
mikla, að verulega kveði að henni. 1 hrísskógana gömlu
verður að sá, til þess að geta fengið [fræ-sprotnar
plöntur í staðinn fyrir hina lélegu, lágtvaxandi og skamm-
lífu rótaranga.
Næsta spurning verður þá, hvort þetta sé meira en
ímyndunin tóm; hvort plönturnar muni sannarlega vaxa.