Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 183
183
sem elzti amtmaður auðvitað því minni ástæðu til að
firtast nokkuð af því, sem Bardenfleth er ágæta duglegur
starísmaður, en ég gagnkunnugur þess konar snúningum;
hef ég fært til ekki ófróðlegt dæmi, sem þessu likist, hér
að framan. A Hkan hátt var áður um Moltke, því eftir
að hann hafi gegnt stiftamtmanns embættinu í 8 mánuði
fékk hann veitingu fyrir því, af því að menn vissra orsaka
vegna töldu það bezt við eiga, að hann hefði hærri emb-
ættistign en jústitíarius í landsyfirréttinum, Magnús Steph-
ensen.
Nefndarfundurinn kom saman í Reykjavík 17 júní
eftir ákvæði stiftamtmanns og hélt stöðugt áfram störfum
sínumtil 16 júlí. Af fundarmönnum tóku langmestan þátt
í meðferð málanna stiftamtmaðurinn, jústitíarius Þ. Svein-
björnsson, Páll Melsteð sýslumaður og ég. Allir hinir
aðrir lögðu lítið eða ekkert til málanna, nema B. Thórar-
ensen amtmaður, sem kom með nokkrar uppástungur,
er annaðhvort ekki var fallizt á eða gátu ekki orðið út-
ræddar að þessu sinni. Það væri of rnikil málalenging
að skýra frá meðferð og lyktum hvers máls og ætla ég
því að eins að drepa á þrjú hin helztu..
Þar tel ég þá fyrst rnálið um hluttöku Islendinga í
ráðgjafarþinginu í Hróarskeldu. Mál þetta kom í nefnd
og vóru í henni: ég, B. Thórarensen amtmaður og P.
Melsteð sýslumaður, sem samdi nefndarálitið og gerði það
afbragðs vel. Niðurstaðan varð sú að æskja þess, að kon-
ungur á sama hátt og áður skipaði nokkra menn í Dan-
mörk, er kunnugir væru þörfurn íslands, til þess að sitja
á Hróarskelduþinginu, en sú von var látin í ljósi, að
hin nýskipaða Reykjavikur nefnd kæmi alt fyrir það sam-
an annaðhvort ár eins og gert var ráð fyrir í konungs-
bréfinu. Að þvi er kostnaðinn snerti við hluttökuna í
Hróarskeldu þinginu, þá fanst enginn vegur þolanlegri fyr-
ir ísland til að standast hann, en sá, að leggja gjald á