Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 113
113
nr á þess kyns æfisögum, sem hér á landi eru svo al-
mennar, mjög lélega samdar að jafnaði, og sem alls ekk-
ert er af að læra, nema þurra ættartölu og svo þetta, að
hinn framliðni hafi verið dánumaður og sómamaður í
sinni stétt, sem enginn ef til vill hefði efazt um, hefði
það ekki verið tilfært í lofdýrðar skyni svo sem annað
fágæti. Yfirhöfuð skortir æfisögur vorar fróðlegt efnis-
ríki og er það ekki nema náttúrlegt, því þeir eru fáir af
oss samlöndum, sem komast í þá stöðu, að þeim veitist
verksvið fyrir mikilfenga hæfileika og áhrifaríka starfsemi.
En hitt verður þar á móti ekki afsakað, að æfisögur þess-
ar eru svo oftsinnis gallaðar af gegndarlausu lofi. Eru
stundum svo mikil brögð að því, að ekki er annað að
sjá en að hinn framliðni hafi haft alla andans og líkam-
ans fullkomleika tit að bera. En bæði er, að þetta hlýt-
ur að vera ósatt mál, sem ekki heiðrar hinn framliðna í
minsta máta, og svo getur það líka komið inn rangri
skoðun á manneðlinu hjá þeim, sem miður eru upplýstir;
en svo er manneðlinu varið, að hvað fullkomið sem það
kann að vera hjá einhverjum einstaklingi, þá hefir það
samt ætíð sina bresti. Það er meira að segja víst, að
brestir þessir koma eigi svo sjaldan eftirtakanlegast i ljós
einmitt hjá afburðamönnunum, en það er einmitt af
þeirra æfiferli, sem eitthvað er af að læra; af hvorutveggju:
kostunum til eftirbreytni, en brestunum til varúðar.
Ég er fæddur 31 marts 1781 á Sauðhúsnesi í Álfta-
veri í Vesturskaftafellssýslu. Foreldrar minir vóru Þor-
steinn bóndi Steingrímsson, ættaður úr Skagafjarðarsýslu,
og Guðríður, dóttir Bjarna sýslumanns Nikulássonar í Skafta-
feilssýslu. Ég var látinn heita eftir honurn og er yngst-
ur 4 systkina skilgetinna. Nokkrum árum eftir að ég
fæddist, fluttu foreldrar mínir að Kerlingardal í Mýrdal og
8