Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 123
að utvega mér hana, þá vildi ég ekki breyta til, enda
hefði slík tilbreytni auðveldlega getað orðið virt mér til
léttúðar og vanþakklætis.
Eftir að ég óvenju stuttan tíma (um 7 mánuði) hafði
gegnt launalausri þjónustu í rentukammerinu, var ég
skipaður skrifari með 200 rd. launum í hinni dönsku
jarðamatsskrifstofu Ég var alveg ókunnugur þess kyns
málum, en skrifstofustjóri var um það skeið Rothe nokk-
ur, kammerráð að nafnbót, og «kommittéraður« í rentu-
kammerinu, sonur hins fræga Tyge Rothe; hann viidi
alls ekki hafa mig á skrifstofu sína af því ég væri ókunn-
ugur þessum dönsku málum; var hann og nokkuð bráð-
ur í skapi. Þetta var mér í fyrstunni fremur óþægilegt,
einkum af því ég varð var við, að Rothe hafði óbeit á
öllu, sem Island snerti og fyrirleit það. Einkum talaði
hann rnjög svo háðuglega um »offiséra« þá, er unnu að
strandamælingunum, og fullyrti hann, að þeir væru svo
miklir bjánar, að þeir gætu ekki stikað flatan völl með
mælistreng; og var vist eitthvað hæft í því um einn
þeirra, lautinant nokkurn, Ohlsen að nafni, sem alt um
það með bollaleggingum sínum hafði komið sér i mjúk-
inn hjá Reventlow greifa. En hvað sem um það var,
þá ávann ég mér samt smámsaman hylli Rothe með því
að vera fljótur að kynna mér rnálin og sýna einskonar
röskleika, sem hann mat mikils. Sjálfur var Rothe ágæt-
ur starfsmaður, fljótur og ákveðinn, en ekki ætið að því
skapi grundaður eða nákvæmur. Elann hefir siðan auð-
sýnt mér mikla góðvild og huglátsemi, enda siðast þá er
ég dvaldi í Kaupmannahöfn.
Um þetta leyti komst ég í kynni við stiftamtmann-
inn á íslandi, Trampe greifa, sem þá dvaldi í Kaupmanna-
höfn. Ég aðstoðaði hann við skriftir og kendi tveimur
yngstu sonum hans og kom því nær daglega heim til
hans. Þar veittist mér tækifæri til að sjá marga mikils-