Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 136
136
kominn í náinn kunningsskap við hann. Seinna samdí
ég allýtarlegt álit um íslenzku verzlunina, og eru öll þessi
skrif mín, að mig minnir, ennþá til. Uppástungur
M. Stephensens urðu til þess, að í marzm. i8i6varskip-
uð nefnd til að íhuga, hvort, og að hve miklu leyti, ger-
andi væri að rýmka verzlunarírelsi íslands og koma á toll-
stjóm í sambandi við það. Margt annað Islandi viðkom-
andi var nefndinni einnig fyrirlagt að taka til íhugunar,
og þar með líka, hvort ekki væri ástæða til að gefa verzl-
unina í Færeyjum lausa á sama hátt og íslenzka verzlun-
in hafði verið gefin laus árið 1786. í nefndinni vóru
úr rentukammerinu: konferenzráð Wormskjold og Moltke
greifi, »depútéraðir,« og etatsráð Jensen, »kommittéraður«;
úr kansellíinu Örsted og Berner, »depútéraðir,« og úr toll-
kammerinu etatsráð Kirstein, »depútéraður,« og í hinum
konunglega úrskurði um skipun nefndarinnar var ég sett-
ur til að vera skrifari (sekretéri) hennar. Þetta var sér-
Iegur heiður, sem ég átti öðrum hvorurn, Mösting eða
Moltke að þakka, eða þá þeim báðum, með því að það
er venjan, að sérhver nefnd, sem skipuð er til að vera
um stundar sakir, kýs sjálf skrifara sinn, nema þegar mál-
efni það, sem fyrir nefndina er lagt, er sérlega stórvægi-
legt og yfirgripsmikið; svo var um hina fyrri dönsku land-
búnaðar nefnd, enda var skrifari hennar beinlínis skipaður
af konungi, og Iíkt var um nefnd þá, sem skipuð var 1785 við-
víkjandi hitium almennu málum Islands, ogsem til þess leiddi
að verzlunin var gefin laus og biskupsstóllinn fluttur frá
Skálholti m. m. M. Stephensen komst ekki með í nefnd-
ina og sárnaði honum það mjög, .en gladdi hins vegar
mótstöðumenn hans, Castenskjold stiftamtmann, fyrver-
andi landfógeta, jústitsráð Frydensberg og marga fleiri,—
Enda þá var M. St. búinn að missa mikið af áliti sinn
og áhrifavaldi og studdi eigi lítið að því alt Jörgensens
standið á íslandi 1809, ritdeilu rifrildi það, er hann átti í