Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 169
169
en vissi hins vegar, að þar var ekki í skjótu bragði hægt
að fá enda lítilfjörlegt húsnæði, þá réði ég það af, að
kaupa af stórkaupmanni H. P. Clausen hið hrörlega í-
búðarhús á Stapa, því hann var orðinn eigandi þess og
verzlunarstaðarins og ætlaði að rífa það, með því að hon-
um var það þarflaus eign. Reyndar vissi ég það fyrirr
að hús þetta var ekki mikils virði, eins líka, að staðurinn
var óhentugur fyrir amtmannssetur o. fl. en í svo mikl-
um vandræðum tjáði mér ekki að taka tillit til þess, því
húsaskjól þurfti ég að fá, en það var hvergi að fá á nein-
um öðrum stað í vesturamtinu. Ég keypti því (1825}
hús þetta út úr neyð fyrir 500 rd. og með konungsúr-
skurði 27. maí s. á. vóru mér veittir til kaupanna og til
umbóta á húsinu i.-.oo rd. er ég skyldi á 10 árum endur-
borga með 100 rd. á ári. Af þvi ég hef aldrei kunnað við að
vera i skuldum, þá flýtti ég mér að endurgreiða lánið
með innihaldi á launum mínum, og varð mér það hægra
fyrir það, að mér með konungsúrskurði 27. maí 1829 var
veittur 200 rd. húsaleigustyrkur frá ársbyrjun 1828. 7.
des 1830 var ég búinn að endurgreiða alt lánið, en
kostnaður minn við íbúðarhúsið á Stapa og útihús hefir
eftir því sem næst verður komizt orðið um 3000 rd.
silfurs.
Eftir að ég sumarið 1826 var kominn vestur aftur,
lét ég mér næst embættinu mest af öllu ant um að hressa
við húsið og tókst það fljótt, svo að ég síðan hef getað
notast við það. Við bókmentaleg störf var mér ómögu-
legt að fást neitt um þær mundir. Þar á móti hafði
ég veturinn 1822-—23 samið formálann við hið íslenzka
orðskviðasafn Guðmundar prófasts Jónssonar og nokkrum
sinnum yfirfarið það, áður en hið íslenzka bókmentafélag
tók það til prentunar. Veturinn 1821—22. samdi ég
einnig niðurraðað yfirlit yfir löggjöfina um hina íslenzku
verzlun og var ætlun míu að láta prenta það siðar meir