Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 17
17
Það er nógu garaan að rekja slóð þessara merkilegu
sagna aptur í timann, og sjá hvernig þær aukast og
breytast er skiptir um þjóðir og tíma. Veraldarsagan
veit að eins lítið eitt um Arþúr konung og kappa hans.
Svo mikið má þó telja vist, að á 6. öld eptir Krists burð
lifði á Bretlandi hraustur keltneskur konungur með því
nafni, er átti i mörgum orustum við Engilsaxa, er þeir
brutust þar til lands, bauð þeim lengi byrginn og fjell
að lokum. Nú fór svo, eins og allir vita, að keltneskt
þjóðerni hvarf smámsaman á Bretlandi, nema í Wales,
Cornwall og Há-Skotlandi (og nokkrum eyjunum). En
Keltar gátu ekki gleymt seinasta mikilmenninu, sem hafði
reist rönd við heiðnu skrælingjunum er höfðu gjörunnið
næstum því allt landið, og þeir trúðu þvi, að hann hlyti
að koma aptur og leysa þjóð sína úr vandræðum, og
þeir studdust í trúnni við gömul kvæði, eignuð skáldinu
Merdhyn eða Merlín, er átti að hafa verið uppi á sama
tíma og Arþúr konungur; mátti skilja sumt í þeim sem
spádóm um þetta1. A 6.—8. öld myndaðist nú í Wales
og Cornwall allmikill sagnabálkur um Arþúr konung,
þaðan bárust sagnirnar til Bretagne og þaðan yfír í Nor- ->
mandi, og breyttust þar talsvert. A Englandi mætast svo
sagnirnar vestan að, frá Wales og Cornwall, og sunnan
að, úr Normandíinu. Hjer um bil : 140 ritar Geofirey
af Monmouth urn Arþúr á latinu og þýðir Wace það á
frönsku 1155, og á því máli eru einnig rit Chrétien de
Troyes’ frá árunum 1150—1182, og nú kemur upp mesti
sægur af frönskum Arþúrs-sögum, og sumar þeirra berast
1) Likindi eru til þess að kvæði þessi sjeu ort áður en Ar-
þúr fjell, og kvggja kvæðin auðvitað á hinum miklu afreksverkum
hans áður, og vænta því mikils framvegis. Seinni tíma menn
hugðu kvæðin eiga við ókomna athurði langt frammi. En auðvit-
að er aðeins örfátt af þvi sem Merlin er eignað frá þeim timum
sem hann eða Arþúr voru ef til vill uppi.