Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 86
86
skógmál Islands; hann hefir lagt góða undirstöðu, sem
framvegis verður bygt á; það var mikil hepni fyrir mál-
efnið að það varð hann sem átti að koma því í fram-
kvæmd.
Þegar slept er hinni persónulegu hlið skógmálsins,
þá er hin, sem snertir hlutinn sjálfan, og bendir hún til
fortíðarinnar. Þeir sem yrkja skóg, lifa bókstaflega á því,
sem fyrri tímarnir hafa afrekað; þeir eiga fortiðinni þökk
að gjalda. Reyndar verður skógvrkjumaðurinn oft að
hugsa um afglöp þau sem fortíðinni hafa orðið, en jafu-
framt verður hann að minnast þess, að það sem nú kem-
ur oss fyrir sjónir eins og afglöp, getur hafa haft sínar
orsakir, sem vér nú ekki þekkjum; þess vegna fer skóg-
fræðingurinn hægt og varlega í það að ásaka fortíðina.
Þegar maður er skógyrkjumaður, þá dugir ekki að horfa
aðgjörðalaust á fortiðina; skógmálið bendir fram á við.
Með því að koma upp skógi vinnur maður fyrir framtíð-
ina. Þess vegna krefur skógarmálefnið þess, að rnenn
horfi út yfir ummörk þröngsýnnar eigingirni, að menn
hafi opið auga fyrir þörfum þjóðfélagsins. Sú þjóð, sem
á að hafa skógmál með höndum og vera þess megnug
að koma þvi áleiðis, hún verður að hafa náð vissu menn-
ingarstigi. S.agan sýnir, að þjóðin verði að vera töluvert
frjáls og að hún fyrir frelsið hafi náð almennum pólitisk-
um þroska, og að hún eigi sin á meðal menn, sem með
hlýjum huga bera alsherjargagn þjóðfélagsins fyrir brjósti.
Það verður að vera öflug þjóðfélagstilfinning, svo ekki sé
það regla, að einstaklingurinn reyni fyrst og fremst að ná
i svo mikið fé úr landssjóði sem frekast er unt. F.n það
er eitt skilyrðið enn fyrir því, að skógmál geti þróast
fram í þjóðfélagi. Það verður að hafa aðgang að sér-
þekkingu og kunna að færa sér hana í nyt. Um það
einnig ber sagan vitni, að án sérþekkingar lendir skóg-
málið í stöðnun. Það má nú reyndar líka segja um