Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 151
151
og Jensen, fékk ég þetta letnpað s\o, að rentukammerið
setti Thorgrímsen þann 12. ágúst sem allrasíðasta ein-
úaga, er hann skyldi senda því reikningana, en ríkisbank-
inn hét að fara vægðarsamlega með hann, ef reikningur-
inn til hans kæmi næsta haust. Hvorttveggja þetta var
miðað við það, að ég með nærveru minni á íslandi gæti
komið réttri skipun á þetta mál, og einungis þess vegna
var Thorgrímsen sýnd þessi vægð. Hjá íjárhagsstjórn-
inni fékk ég til ferðakostnaðar 450 rd. í seðlum og var
svo látið heita um þá upphæð og hina áður veittu 200
rd. (samtals 650 rd.) að það væri fyrirfram-greiðsla af
launum þeim, sem mér, þegar þar að kæmi, mundu verða
veitt fyrir störf min við verzlunarnefndina. Þetta sýnist
vera töluverð upphæð, en er i rauninni alt minni en sýn-
ist, þegar gætt er silfnrgangverðsins á þeim tíma,
því þá verður þetta ekki raeira en liðugir 300 rd. Ann-
ars átti ég Mösting og Collin þenna styrk að þakka, því
i rentukammerinu þótti hann vera mikils til of mikill. I
fjærveru minni tókst Johnsen, ritari (sekretéri) í rentu-
kammerinu (nú konferenzráð og meðlimur ríkisskulda-
stjórnarinnar) að annast störf mín í íslenzku nefndinni
og austrænu verzlunarfélags-nefndinni. Johnsen þessi
var þá fullmektugur í rentukammerinu eins og ég; var
okkur vel til vina og hefir hann gert mér margan góð-
vildar greiða og einatt verið mér hjálplegur með leiðrétt-
ingar i einu og öðru, sem ég hefi ritað og sýnt honum,
og það enda veturinn 1834—35 er ég dvaldi í Kaup-
mannahöfn.
í Bókmentafélaginu var prófessor Finnur Magnússon
valinn forseti meðan ég væri í burtu.
Þegar ég kvaddi Wormskjoid, urðu honum þessi
einkennilegu orð á munni: »Ég efast ekki um að við
munum sjást aftur«. Hann hafði nefnilega við ýms tæki-
færi orðið var við, að ég var óánægður með stöðu mína,