Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 122
122
tnann, hvorki í kansellíinu né rentukammerinu. Alt um
það leitaði ég á fund jústitsráðs Jensens, sem var »komm-
ittéraður«1 í rentukammerinu og hafði undir sér] íslenzku
málin og réð að öllu um þau og var maður mjög vel
látinn; bað ég hann um að mega komast að sem launa-
laus starfsmaður í einhverri skrifstofunni. Hann sagði
mér þá, að þar væri ekkert rúm óskipað og að ég yrði
að reyna á þolinmæðina. Þó tór svo, að eftir stuttan tíma
tókst Jensen að koma mér að sem launalausum varaskrif-
ara í Björgvinjar skrifstofu, er svo nefndist, en undir
hana vóru á þeim tfma lögð hin íslenzku og færeysku
mál. Þetta var nú í byrjun nóvembermánaðar, en nokkr-
um dögum eftir að ég var kominn í þessa skrifstofu,
gerði kammerherra Biilow, sem var »depútéraður« íkans-
ellíinu og sýslaði þar um íslenzk mál, mér kost á því að
fá launalausa stöðu í kansellíinu. Tilboð þetta hygg ég hafi
stafað af því, að kammerherra þessi var viðstaddur sem
prófdómandi þann dag, er ég tók embættispróf, og má
vera að konferenzráð Schlegel háskólakennari, velvildar-
maður minn, hafi leitt athygli hans að mér og gefið í
skyn, að ég mundi hafa hæfileika til að bera.
Ég hafði mikla löngun til að taka boði þessu og sá
lengi eftir því að ég ekki gerði það. Fyrir þeim, sem í
kansellíið komust, mátti heita að lægi opin brautin til að
komast þaðan i yfirrétt og síðan í hæstarétt, ef maður
kynti sig að miklum dugnaði. En af því að ég hafði þá
fengið aðra sýslun og Jensen jústitsráð hafði haft fyrir því
‘) Koinmittéraðir nefndust þeir í lægri röð stjórnarráðanna
<„kollegíanna“), sem stungu upp á sínu sinni hverju til nytsemda
•eða áttu fyrst að segja álit sitt um þau málefni, sem fram vóru
liorin í stjórnarráðunum; en „depútéraðir hétu þeir i efri röð, sem
úrskurðuðu og gáfu því gildi, sem hinir höfðu farið fram á, oft-
ar þó sameiginlega með hinum fyrri, einurn eða fleirum, eftir þvi
sem á málefnum stóð.